Sunnudagur, 22. nóvember 2009
Leiðtogarnir
Svífa á milli skýja
Svika fuglar
Svartir englar
Af illum eldsins krafti knýja
Kaldir vindar
Og kvikir djöflar
Hatri heimum vígja
Vígamenn nú er stjarnan rauð
Aftur enn er vonin dauð
Vígamenn farnir heim
Þið svikuð okkar þjóð
Og heima alla
Brátt mun renna blóð
Þið af öllum ljúgið
Með bros á vör
Og burtu fljúgið svo
Á burtu ykkar böl
Ykkar bræður svíkja
Engra kosta völ.
ÞK
Athugasemdir
Djö.... á þetta eitthvað vel við þessa dagana.
Valdi Kaldi, 22.11.2009 kl. 19:10
Helgi minn.
Það er margt skrítið. Kíktu á bláa disk 66.
Bekveúrtungu. K. Tomm.
Karl Tómasson, 24.11.2009 kl. 20:33
Daginn. datt i hug að senda þer link a þessa mynd sem eg fann i bunka af gömlum myndum hja moður minni:
http://www.flickr.com/photos/12278132@N07/3167759600/
Ekki veit eg hvor þu kannast við hana eða okkar folk, en Ingbjörg Hermannsdottir heitir hun, dottir Ragnheiðar Magnusdottur fra Prestsbakka a Siðu.
datt inn a siðuna þina þvi eg var að leita að myndum af staðnum. Forvitinn að vita hvort það se gömul jökulhvilft sem fossinn rennur ur.
kveðja, Magnus Axelsson
magnus axelsson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 23:34
Sæll
Amma mín talar stundum um séra Magnús, langafa þinn þá, ég held nú samt að engir afkomendur þeirra séu fyrir austan, er það ekki rétt hjá mér?
Takk fyrir póstkortið, það er komið á desktoppið hjá mér :)
Gaman væri að vita hvað þú finnur út úr Seldalnum, en svo nefnist dalurinn upp af Fossinum, inn að Þórutjörn sem lækurinn rennur úr. Framan/ suðausturaf tjörninni er Þórutjarnarhóll.
ef þig vantar myndir eða aðstoð er ég fús til að verða að liði.
Kv-Helgi
HP Foss, 1.12.2009 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.