Ágúst

það rann upp fyrir mér í dag að það er ekki sjálfsagður hlutur að hlakka til haustsins. Hér áður fyrr var ágústmánuður mánuðurinn sem krakkarnir fóru aftur til Reykjavíkur eftir sumarsvölina á Fossi, eins og margoft hefur komið fram í sögunni. Treginn gerði vart við löngu áður en þeir fóru, mánuðurinn var eiginlega hálf lélegur af þessum sökum. Ekki var það til að bæta það að Sveinn og Laufey fóru líka í bæinn í þessum mánuði, Sveinn bað mig um að fara með verkfæratöskuna í rútuna sem mér fannst ég vera nýbúinn að sækja í rútuna.  Helgi B  átti þó afmæli þann 24. og þá var kátt á hjalla, sumarið virtist í algleymi og ekki virtist fararsnið á nokkrum manni.

Félagi minn sagði nefnilega við mig í dag að það væri allt skemmtileg búið að árinu. Sumarfríið búið og hann búinn að ná í hreindýrið sitt. Hva, haustið er allt eftir, sagði ég glaður í bragði, búinn fyrir mörgum árum að taka þá árstíð í sátt. Þú getur trútt um talað sagði hann, allar smalamennskurnar og áð allt.

Það er nefnilega svo stórkostlegt að fá vorið bókstaflega upp að olnbogum í sauðburðinum löngu áður en nokkur er farinn að hugsa um sumarið hér í vestrinu og svo að hnýta aftan við sumarið heilum stórkostlegum tíma sem getur varið í 2 mánuði, blessaðar smalamennskurnar og stússið í kringum þær. Stillurnar, drifhvítu lömbin, tæru pollarnir og fersku fjallalækirnir blása lífi í glæður sumarsins sem vöknuðu um vorið á hnjánum með lítið lamb í fangi og hrossagaukinn allt um kring.

Fullkomnun þessara tíma virðist alger þegar litið er um öxl á liðnar stundir,  samt ekkert hreindýr og ekki heldur 10.000 manna útihátíð.
Sveitin gefur mér það sem á vantar.

ágúst sept 054


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skoða bloggið þitt einstaka sinnum en mér fannst ég endilega þurfa að skoða í kvöld, er það ekki magnað ?

Omar (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 23:27

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Undir septembersól brosti sumarið fyrst, stendur einhvers staðar í ljóði. Það segir sína sögu að ég kann ekkert annað úr því en þessa línu, því síður veit ég hver komst svona fallega að orði.

Ég fæ nefnilega ekki þennan sumarsöknuð sem þú talar um að fá í ágúst fyrr en seinni partinn í september. Og október þykir mér annar tveggja leiðinlegustu mánaða ársins. Kaldur, blautur, drungalegur og viðburðalaus.

Sigurður Hreiðar, 22.8.2011 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband