Álftir á flugi

Fannhvíti vin,
ég finn það og heyri á vængjanna dyn,
komandi kvíðir þú leiðum,
kólnar á heiðum.

Saknaðarljóð,
syngur þú núna um læki og flóð,
blátærum ís eru bundin,
beisk verður lundin.

Upp rennur stund,
aftur þá líður vorið um grund,
lækirnir hoppa um hjalla,
hátt upp  til fjalla.

Blómanna fjöld,
beygir í þakklæti höfuð um kvöld,
lágnættið varlega vefur,
veröld sefur.

Vinur minn kær,
verður þá söngur þinn mjúkur og tær,
vindana lætur þig leiða,
langt upp til heiða.

Fannhvíti vin,
fljúgðu þá með mér við kvöldsólarskin,
þangað sem þögnin mun lofa,
þreyttum að sofa.

 

Arnar Sigurðsson Ytra Hrauni
fæddur 1935


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Karl Tómasson, 29.3.2009 kl. 10:13

2 Smámynd: Valdi Kaldi

Ég sem hélt að Helgi mágur minn væri 41 árs.  Hann hýtur að vera 71 árs miðað við þetta.

Valdi Kaldi, 29.3.2009 kl. 12:44

3 identicon

Hver var að gefa Helga ''Vestur Skaftfellsk ljóð,, ?

Kjartan Magg (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 21:21

4 Smámynd: HP Foss

Glöggur Kjartan  enda United maður.*
Fékk hana lánaða hjá ömmu. Snilldarbók, segir allt sem segja þarf.

HP Foss, 30.3.2009 kl. 21:23

5 Smámynd: Karl Tómasson

Það er svolítið magnað Helgi, hvað ég hef alltaf fílað þennan ljóða áhuga þinn. Hann eigum við greinilega sameiginlegann eins og svo margt annað.

Mér er þetta minnisstætt allt frá því ég kynntist þér og frá öllum ferðalögum okkar Gildrufélaga. Þá var þegar farið að bera á þessu hjá þér.

Það er gott að festast ekki einungis í gömlu meistaraverkunum úr Skólaljóðunum, heldur vera opinn fyrir öllu, rétt eins og í tónlistinni.

Þú kemur alltaf á óvart minn kæri.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Tungunni.

Karl Tómasson, 30.3.2009 kl. 22:00

6 Smámynd: Valdi Kaldi

Þeir hafa greinilega verið að reykja sama stöffið í þessum Gildruferðalögum félagarnir.

Valdi Kaldi, 31.3.2009 kl. 09:14

7 Smámynd: Edda Sigurdís Oddsdóttir

Hvar fæ ég þessa bók???

Edda Sigurdís Oddsdóttir, 1.4.2009 kl. 22:09

8 Smámynd: HP Foss

Ég veit það nú ekki Edda, kannski á fornbókasölum?

Amma fékk sína bók 1963, er hún var gefin út 1962.

HP Foss, 2.4.2009 kl. 09:34

9 identicon

Þið ljóðaunendur þurfið líka að eignast ''Laufskálaljóð,,

Kjartan Magg (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband