Morgunganga

Þaut í birtingu upp í Kaldársel og skellti mér á Helgafellið. Skokkaði frá bílastæðinu að rótum fjallsins með fallega nafnið og sótti á brattan. Verkið sóttist mér vel, enda í fínu formi og hundinn tók ég í fangið því mér leist ekki á hvað hann var orðinn móður. Mikið óskaplega er fallegt að horfa yfir Fjörðinn á svona fallegum morgni. Hvílík kyrrð, hvílíkt útsýni. Hvílík lygi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdi Kaldi

Þú hefðir átt að labba hringinn í kringum Ástjörnina með mér í morgun.  Hvílík kyrrð, frábært veður en lítið útsýni og alveg dagsatt.  Frábærir þessir sólarmorgnar.

Valdi Kaldi, 6.4.2008 kl. 11:11

2 identicon

það var fallegt að keyra suðurlandið í dag þvílík fegurð og útsýni og finna vorlyktina frá bændunum.

kv solla

solla (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 18:04

3 Smámynd: HP Foss

Ha? Hvaða Suðurland!!!

HP Foss, 6.4.2008 kl. 19:18

4 identicon

Það var líka rosalega flott að ríða góðum gæðingi á ísilögðu vatni í blankalogni, heiðskýru og sólríku veðri, hér á norð-austurlandinu í fyrradag.  Ætlið þið að fara segja mér að það sé komið vor á suðurlandinu ?

Kærar kveðjur úr vetrarríki á norðurhjara. 

Ágústa (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 22:07

5 Smámynd: HP Foss

Já, góður töltari er töfrum líkur.

HP Foss, 10.4.2008 kl. 12:24

6 Smámynd: HP Foss

Já, það er hægt að fara í göngutútra í sveitinni minni, en það er nú svipað þar og hér í bænum, maður finnur vissulega einhverja afskun. En göngutúr a fallegum sumardegi upp í Þórutjörn er býsna góður túr. Svo geta þeir veitt sem hafa það í sér. Vertu velkomin að Fossi, bloggvinur sæll.

HP Foss, 12.4.2008 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband