Færsluflokkur: Bloggar

Frá Fremri Eyrum- Sveinstindur i fjarska

Miklafell- 28. ágúst 2009 017

.

Flatey 26.07.09 012

Lára systir fertug!!

 Það er svo ótrúlega einkennilegt að hún Lára skili vera orðin fertug.  Litla systir, sem var lengst af alveg magnaður óviti orðin fertug og nálgast mig óðfluga að aldri. Hún er sjálfsagt eitthvað að bauka núna á afmælisdaginn sinn, eins og vant er , enda dugnaðarforkur á ferð. Hún hefur alltaf verið dugleg hún Lára sívinnandi frá því ég man eftir mér. Það er til ágætismynd af okkur frændunum, mér og Helga B, svona kannski 5-6 ára pjakkar, úti að hlaði í rigningu, haugblautir og drulluskítugir eftir einhverja bölvaða gloríuna, tel ég víst. Allavega gefur svipurinn á okkur til kynna að það hafi nú ekki verið neitt sérstaklega gáfulegt, það sem við vorum að gera. En á bak við okkur stendur Lára, algölluð í rigningunni að gefa heimalningnum. Sú mynd segir allt, meira þarf í raun ekki að segja.

En eitt var það sem Lára var ekki sátt við, það var að koma með okkur pabba að gefa á fjárhúsin. Það var alveg sama hvað við reyndum að gera þetta skemmtilegt,( þetta var um þennan sama aldur, ég 6 ára, hún 5 ára) alltaf máttum við keyra hana heim áður en við vorum búnir að gefa. Svo var það í eitt skiptið að við fórum út í Fjall að gefa og Lára kom með.
Við byrjuðum í Harðavellinum, gamla fjárhúsinu þar sem hlaðan var undir sama þaki en þil á milli í um 2ja metra hæð. Við brugðum á það ráð að setja Láru inn í hlöðu, upp á heyið. Þar gæti hún leikið sér og við karlmennirnir gefið í snarhasti á meðan.
Varla höfðum við snúið okkur við, tæplega búnir að sópa garðann, þegar Lára kom svífandi í stórum boga ofan úr hlöðu og beint á höfuðið niður á fjárhúsgólfið. Lára hafði séð, að á heyinu var hin besta aðstaða til að æfa kollhnísa. Við keyrðum hana heim. Þvílíkt org! 

En þetta er líka það eina sem Lára hefur ekki leyst af hendi umyrðalaust, hún möglar hvorki né maldar í móinn yfir sínum verkum. Hvílíkt gæðaskap,  alltaf er Lára kát og glöð.
Ég er þess alveg viss, að skaparinn hafi ætlað mér hluta af þessu skapi,  hann hafi einfaldlega gleymt að gefa mér þann eðlilega skammt sem hverri manneskju er venjulega gefið, tekið of seint eftir því en látið það allt í það næsta. Og það var Lára.
 

Til hamingju með daginn elsku Lára mín, takk fyrir að vera systir mín. J


Þá....

...var það færra sem truflaði huga ungdómsins, á útvarp var varla hlustað, ekki var hangið í tölvunni facebook var ekki til. Við styttum okkur þó að sjálfsögðu stundir. Á sumrin var farið í leiki hvert kvöld sem ekki var verið í hirðingu, krakkarnir á Fossi, heimakrakkar, vinnufólk og gestkomandi börn hópuðust saman, í allskonar leiki. Á túninu heima mátti traðka og ærslast að vild, pabbi amaðist aldrei við því þó 20 krakkar væru það samankomin í slægjunni, þegar hann var ungur voru þau upp í 40.  Við máttum leika okkur í lok dags að vild enda var verið í leikjum fram í rauðamyrkur, þegar sumri var tekið að halla.

En við vorum líka að vinna á daginn, það var verið að raka heyi, reka beljurnar, sækja beljurnar, hjálpa til við mjaltir, mála hús, snúa, binda eða hirða hey. Smala í vorréttir, rýja, stússast eitthvað í fé, þurrka ull og margt fleira. Meira að segja getur maður ornað sér við minningar þeirra daga sem var verið að þurrka ull. Það þótti þó ekki sérlega góð nýting á sólríkum sumardögum, að mati okkar krakkanna.
Ekki man ég eftir því að við höfum talið það eftir okkur að hjálpa til, það var einfaldlega hluti af tilverunni. Að sofa fram að hádegi þekktist ekki þá.

Á haustin, þegar skólar hófust, fóru sumarkrakkarnir úr sveitinni og eftir sátum við með sárt ennið.  Að sjá á eftir félögunum suður og að það að skólinn væri í sjónmáli, með allri þeirri setu út á Klaustri, allan liðlangan daginn, gerði haustið að kvíðvænlegum tíma hjá sveitastráknum. Fátt gat gerst gott þær næstu vikur. Einverunni þurfti að venjast á ný, finna sér eitthvað að gera á kvöldin og í stað þess að skella sér á facebook, var kannski farið út í fjós og flórinn mokaður, skolaður og þrifinn. Það var ágætis verk, svona þegar maður þurfti að hugsa sinn gang.

Svo gekk veturinn í garð og vissulega var margt brallað í skólanum en mikið skelfing var maður orðinn svangur þegar heim var komið rúmlega fjögur með skólabílnum. Það er eiginlega það sem uppúr stendur varðandi skólagönguna á Klaustri, hungrið í lok dags.

Þá var líka jafn gott að koma heim og eiga þar mömmu vísa, meðheitt brauð með bræddum osti, þegar best lét, alltaf eitthvað tilbúið handa okkur krökkunum.  Við þurftum ekki lykil um hálsinn til að komast inn heima,  amma og mamma voru heima.

Kannski er þarna skýringin komin á hraustlegu mataræði þessa sveitspillts, þetta mikla hungur í 9 vetur hefur kannski markað slík spor í sálina að hún hefur ákveðið að svangur skyldi hann ekki framar verða. Hver veit?

Sumarleikir

 


Helga Sara

Miklafell 27.-28. júní 2009 063

 


Gríla og Leppalúði.

Gríla og Leppalúði ofan frá, kynjamyndir austan Hundhamars.

Gríla
Gríla

Leppalúði
Leppalúði

 


Ristin

Rafallinn í stöðinni var 35 kw og  túrbínan afkastaði 25 kw. Ristin var, eðli málsins samkvæmt, við inntaksrörið, þannig að þegar rafmagnið fór, sem var yfirleitt í  leiðindaveðri, þurfti að vaga upp á brún til að taka úr ristinni.

Ristin


Rafstöðvaskurðurinn uppi í heiði.

Rafstöðvaskurður

Tuddagjót.

Hvítasunna 2009 190

Fossrétt.

Fossrétt

Fossrétt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband