Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 20. mars 2008
Haukur í horni = Hjördís Kvaran
Að eiga hauk í horni er svona svipað og eiga bróður sér að baki. Forsetanum og stórvini mínum var varla trúandi til að ganga fram með þeim hætti sem minni bloggarar hafa gert, bloggarar sem loka og læsa til hægri og vinstri, á allt og alla sem ekki eru með nákvæmlega réttu sýnina á hlutina, frá þeirra sjónahorni. Lent hef ég í því að vera hótað lokun á mig, var beðinn um að vera "skemmtilegur" og þar fram eftir götunum.
Hjördís Kvaran er hreinn og klár snillingur í því sem hún tekur sér fyrir hendur, virðist afar vel gefin kona, eins og ég hef reyndar áður sagt. Gott er fyrir þá sem hana þekkja að heiga hana að.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 20. mars 2008
Kolvitlaus andskoti
Hann er búinn að vera kolvitlaus í allan dag, helvítis læti og hávaði mikill. Alveg magnað að þurfa að lifa við þetta ástand, að geta varla dregið andann eðlilega, geta vart um frjálst höfuð strokið. Ég er búinn að fa´mig fullsaddan af þessu eftir þennan vetur, skipti eftir skipti rýkur hann upp með þessum djöfulsins látum, kolbrjálaður og stirður.
Sínu verstur var þó dagurinn í dag, svo slæmur að ég lenti í átökum við hann og mátti vart að milli sjá hvor hefði betur um tíma.
Norðvestanáttin er reyndar versta áttin á Fossi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 20. mars 2008
Counterclockwise
Nú hefur Vinstri snúinn til hægri endanlega farið yfir strikið. Hvernig dettur manninum í hug að læsa síðu sem rekin er af Mogganum? Hefur kannski helvítis varðhundurinn nagað splunkunýjan ljósleiðarann í sundur? Er hann þá kannski í leiðinni búinn að murka úr honum líftóruna, orðinn kolvitlaus af helvítis hænsnaatinu? Eða er hann kannski kominn með ólæknandi suð í vinstra inneyrað eftir allt helvítis geltið?
Mér er spurn???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 15. mars 2008
Að kaupa sér konu.
Þegar ég var yngri sá ég að menn kepptust hver um annan þveran við að ná sér í konu. Eltust við hvern gripinn af öðrum, suma væna en aðra ófrýnilega. Leit þessi var aldeilis ónákvæm og undir hælinn lagt hvernig þeir svo reyndust, þegar á hólminn var komið. Snoppufríðar stelpurnar áttu það til að vera hinar verstu húsmæður, félagarnir hurfu eins og dögg fyrir sólu. Snoppan hafði oftar en ekki breyst úr því að vera þessi undurfríða, undirgefna, dæmalaust skemmtilega stelpa í að vera drulluskítug, snarvitlaus, hundleiðinleg forynja þegar heima var komið og búið að slá undir plötuna.
Ég ákvað að fara aðra leið. Yfirleitt, áður fyrr og hingað til, fyrir utan þetta eina tiltekna atriði, tek ég röngu leiðina. ( Sbr síðastliðna helgi). Ég sá hve illa gat farið fyrir félögunum í þessum darraðardansi, hversu langt þeir gátu leiðst í átt til glötunar, einungis vegna lélegrar skipulagningar og kæruleysis.
Ég fór að kíkja á karlmennina í kringum mig. Fór á stúfana og leitaði að vel útlítandi karlmönnum sem geisluðu af fegurð og hamingju. voru snyrtilegir til fara, áttu falleg börn og stífbónaða jeppa. Þegar ég var búinn að finna draumaprinsinn, hávaxna, stælta kappann sem nánast sveif um í stað þess að ganga, lét ég til skara skríða. Þetta var greinilega maður í góðu jafnvægi, maður sem var sáttur við Guð og menn. Hann hlaut að eiga góða konu. Um það var ekki ágreiningur.
Það er skemmst frá því að segja að ég einfaldlega bauð betur í konuna en hann.
Þetta er mín kona í dag og er ég afar sáttur. En um leið og hún fer að slaka á , þá má hann fá hana aftur.
Svona gæti saga Stöðvar tvö litið út ef sá miðill þyrfti að ná sér í konu, getur ekki látið sér detta í hug að finna sér sitt eigið efni heldur vill aðeins það sem Ruv á. Tek þar enska boltann og formúluna sem dæmi, þætti sem ég horfi ekki lengur á .
Svei Stöðvar tvö mönnum og megi þeir skammast sín!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 11. mars 2008
Skemmtiferð
6 sleðar, 2 Polarishjól, engin Súkka
það er eitthvað notalegt við að vera í Miklafellskofanum
Gunnar var ekki að fíla kofann, svaf úti í skafli.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 2. mars 2008
Valdi söngfugl ættarinnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Konudagur- dagur kellinganna.
Konudagurinn er liðinn. Líka Valentínusardagurinn. Legg þá að jöfnu, tek ekki þátt í uppgerðarfyrirlitningu þeirra sem segja nóg komið af því að apa alla skapaða hluti eftir kananum. menn belgja sig og sperrast allir við, segjast ekki taka þátt í svona vitleysu. Stökkva svo uppí jeppann sinn og aka í bíó til að horfa á Die Hard 7. Jeppinn stendur þó uppúr öllu sem frá Kananum hefur komið.
Ég læt þó þessa daga líða sem hljóðlegast hjá og fer mér að engu óðslega. það er ekki vegna þess að ég sé með ofnæmi fyrir þessum dögum, það er vegna þess að það passar ekki hrjúfa persónuleika að fara í búð og kaupa eitthvað fyrir mína konu til að gefa henni á einmitt þessum dögum.
Geri það frekar einhverja aðra daga, slepp þannig við kjánahrollinn og hrútafýluna í troðfullum blómabúðum þar sem hver keppist við annan til að komast sem fyrst út undir bert loft, nývaknaðir eftir fyllerí gærdagsins, þar sem þeir eru að drepast úr móral vegna þess sem þeir sögðu við stelpuna á símanum á trúnaðarskeiðinu um 5 leitið.
Nei, verum frekar það sem við erum skapaðir til, verum karlmenn og leyfum konunum að vera kellingar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 22. febrúar 2008
Ingi vann.
Ingi tengdasonur vann makakönnunina, sem var meingölluð á allan hátt, aðeins hluti af mökunum birtust á síðunni.
Ný könnun verður brátt sett inn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 21. febrúar 2008
Nýir vendir sópa best.
það er hann Ingi sem virðist vera að rúlla upp makakönnuninni og er það nú aldeilis gott að sjá hvað hann er að falla vel að ættinni. Ég var hálf hræddur um að honum yrði ekki tekið, því hann er jú frá Ísafirði en raunin virðist heldur betur önnur.
Ég óska foreldrum mínu til hamingju með að vera loksins búin að fá tengdabarn sem sómi er af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 19. febrúar 2008
Besti makinn ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)