Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 19. febrúar 2008
Þórdís engill.
Já, það er ljóst að Þórdís hefur unnið englakönnunina með nokkrum yfirburðum.
Næst á eftir kemur skörungurinn frá Hruna, Ragnhildur Andrésdóttir.
Það sem kemur kannski nokkuð á óvart er að María skuli enda í lang neðsta sætinu með aðeins eitt atkvæði, sennilega hennar atkvæði.
Eru ættmenni mín með uppástungu um næstu könnun?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 12. febrúar 2008
Kalli Tomm
Hugsa mér mann
.. .einmitt núna, er að fylgjast með
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (68)
Mánudagur, 11. febrúar 2008
Agnar ljúfasti bróðirinn á frá Fossum
Já, það fór svo að Agnar vann þessa keppni, reyndar var Pétur með yfirburði um tíma.
Ef ég hefið unnið íslandsmót í spretthlaupi, þá hefði ég verið sendur í lyfjapróf.
Pétur féll sem sagt á lyfjaprófi og voru öll stigin dæmd af honum sökum svindls.
Röðin var:
Agnar 40.6 %
Guðni 9,4 %
Pétur 9,4% ( stig fengin eftir núllun)
Steinar 3,1%
Hörður 3,1%
Ný könnun sett af stað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Ég vann.
Ég vann þvergirðingakönnunina með naumindum, Hlynur fór hættulega nærri.
Nýrri könnun hefur verið startað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 8. febrúar 2008
Það eru til vondir menn.
Til eru menn sem hamast á náunganum sem mest þeir geta, skeyta engu um skaðann sem slíkt getur valdið. Fjölskyldur verða gjarnan fyrir barðinu á slíkum fautum, börnin særð og makar niðurlægðir. Þeir sem láta svona eiga gjarnan eitthvað óafgreitt hjá sjálfum sér, setja markið á einhvern annan í stað þess að taka til í sálartetri sjálfs síns. Virðist sem sumir haldi að nóg sé að telja sjálfum sér trú um eigið ágæti, telja sér trú um að það sem maður sjálfur gerir sé það eina rétta, að aðrir hafi rangt fyrir sér, þannig sé allt á hreinu.
Ganga gjarnan fram fyrir skjöldu í að boða fagnaðarerindið, boða betra líf og blóm í högum, að allir skulu lifa í sátt og samlyndi. Slíkt getur varla gengið þegar aðeins einn aðilinn má hafa skoðun á málum, þegar aðeins einn aðilinn verður að ráða. Ef allir þurfa að sitja og standa eins og sá hinn sami segir. Góða lífið upplifir aðeins sá sem fær að ráða, en þó aðeins í stutta stund.
Hann kann nefnilega ekki þessi mannlegu samskipti, kann ekki að virða skoðanir annarra, kann ekki einu sinni að virða þá sem honum næst standa. Sá sem haldinn er þessari áráttu, eða veiki, gengur yfirleitt alla leið á frekjuskalanum og situr sjaldnast á friðarstóli í fjölskyldulífi frekar en annarsstaðar.
Ofbeldi er þar því miður tíður gestur, höndin laus eins og hugurinn. Við þekkjum það svo hvernig á þeim málum er tekið, iðrunin takmarkalaus, eins og innihaldsleysið. Lægra getur karlmaður varla lagst en leggja hönd á konu sína.
Vont er að verjast slíkum postulum, valdagræðgi þeirra er mikil eins og mannvonskan. Hatrið, heiftin, hefnigirnin, leggst á vogaskálar drottnunartilburða þessara manna og gerir þá beinlínis hættulega. Mótlæti þola þeir ekki frekar en nokkra gagnrýni.
Slík mangerð er sannkölluð mannleysa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Þverhausarnir
Svo eru það við, karlpeningurinn í ættinni, skiptumst í tvo flokka, við sem erum undir járnhæl kvennanna og hann þarna sem kann á þeim lagið. Hann er jú einn og tæplega flokkur, en allir vita hvernig Ólafur blómstrar í Borginni.
Við erum upp til hópa afar undirgefnir og þegjandalegir, og það sem við kannski viljum segja, er sennilega rangt.
Samt skal gæta jafnræðis og kjósa mesta þverhausinn af frændunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Íris Rut er sigurvegari Truntukeppninnar.
Þá er það ljóst, Íris er yfirtrunta frænknanna. Það kann að hljóma illa en satt að segja er það akkúrat hið gagnstæða, hún er best. Að vera mesta truntan í Fossafjölskyldunni ber vott um að viðkomandi beri höfuð og herðar yfir alla sem á eftir koma.
Íris er uppáhalds frænka mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 29. janúar 2008
Truntur
Það er með ólíkindum hvað truntur virðast safnast á sömu staðina. Hópar þessir eru ekki árennilegir öllu jöfnu, hver truntan slær aðra, engin samstaða til staðar, með öllu óskiljanlegt að skaparinn skuli setja þær svo margar saman á sama staðinn.
Hverju truntustóði tilheyra nokkur góðmenni. Eru jafnan bældir og þjakaðir af ofbeldi truntanna og sér gjarnan á þeim. Ef ekki líkamlega, þá pottþétt andlega. Bældir líða þeir um grundir í leit að æti, koma heim á kvöldin með afraksturinn, þreyttir og illa til reika. Tekur þá næsta verkefni við, að moka undan truntunum og fóðra þær.
Svona stóð ferðast mikið. Fer sveit úr sveit og bergmálar í hömrum þegar það fer um og undir tekur í hólum. Fáir standast slíku stóði snúning en þeir sem það gera, eru í góðum málum. Hingað til hef ég aðeins frétt af einum slíkum.
Sundurlyndi truntanna stendur þeim fyrir þrifum og veldur því að þær eiga erfitt með að samlagast venjulegum hópum og sífellt fleiri heltast úr lestinni og gerast venjulegar frænkur.
Mér þykir vænt um svona truntur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Sunnudagur, 27. janúar 2008
Býsna var blótið gott!
Þorrablót Skatfellingafélagsins var afar gott, 150 manns, a.m.k., voru mættir í spariskapinu. Austur og vestur er ekki lengur dregið sér, en vart mátti greina Öræfinga frá Mýrdælingum, slík var einingin.
Að lokinni skemmtidagskrá og borhaldi dunaði dansinn glatt undir unaðsfagurri röddu Helgu Möller og verður því vart með orðum lýst. Ljóst er að eitthvað hafa dömurnar slegið í hvað dansinn varðar, því mæðinnar hefur ekki orði vart í jafn miklum mæli og nú, pásu þurfti að taka á milli laga, væu þau fjörug. Verður það sett í lag fyrir næsta blót og þá mega þær vara sig!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 22. janúar 2008
Þorrablót Skaftfellingafélgsins
Það verður þorrablót hjá Skaftfellingafélaginu um næstu helgi. Ég hef það fyrir víst að Skaftfellingar ætli að gera sér þarna glaðan dag, éta vel súran mat og ræða liðnar stundir, nú og kannski eitthvað nýtt í bland. Bland verður á staðnum og eflaust eitthvað til að glæða það með. Fátt er jafn gaman og hitta gamla sveitunga og einnig þá sem maður hefur aldrei séð.
Söfnum liði og gerum okkur glaðan dag, eins og í gömlu góðu dagana.
Aðgangseyrir er 3000 kr, sem er náttúrulega ekki neitt.!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)