Gömul saga- en þó í fullu gildi.

  Rakst á gamla sögu og fannst rétt að kíkja á hana, þar sem við þurfum kannski að fara aftur á hestum í afréttinn. 

Austur -Síðu  afréttur

 Hvað er það sem dregur mann í afrétt, ár eftir ár. Streðið, hangsið í kofanum, kamarinn á torfunni? Nei, slíkt gleymist ótúrulega fljótt.

Eftir mikið kjötsúpuát hjá ömmu og óhemju magn af kökum á Þverá, tekur á móti manni faðmlag fjallanna fyrir austan. Blágilin skarta sínu fegursta, líkt og þau fagni manni persónulega eftir langa fjarveru. Hvernig er hægt að þykja svo ósköp vænt um fjöll, skriður og fossa, með iðagrænum grasbölum, þar sem drifhvítar kindurnar standa á beit.
Hvernig er hægt að fyllast slíkri lífsfyllingu við það eitt að standa og horfa á æskustöðvarnar. Ekki er víst að maður myndi upplifa þetta ef maður hefði ekki flutt á mölina, því enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur.  Pelinn í brjóstvasanum gengur á milli manna.  Hver með sína sortina, sumt gott, annað minna gott. Pelarnir ganga hring eftir hring, brátt veit enginn hver var búinn að fá hvað eða hver átti hvað. Stigið á bak og klárarnir færast í aukana við hvert pelastoppið. Inn við Stein eru menn farnir að ræða málin umbúðalaust. Bros á hverju andliti og orðvarir menn láta allt flakka, kyssast og hrósa til hægri og vinstri.

Við Ufsatangann eru klárarninr farnir að sýna takta sem ekki var vitað um , töltið ægilegt og viljinn varhugaverður. Miklafellið skartar sinni þekktu fegurð og hundar, hross og menn fyllast innri gleði og ró er inn á torfuna er riðið í ótrúlega fögrum hópi reiðmanna af Austur Síðu. Eftir að hafa velt sér og fengið sér vatn, stíga hrossinn í kofa sína en gangnamenn stíga dans og syngja fagra söngva fram eftir kvöldi uns þeir sofna svefni hinna sælu, sáttir við Guð og menn.

Það er þetta sem dregur mann aftur og aftur í afrétt.

Kveðja ,

HP Foss

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband