Fossinn.

Margar ferðir voru farnar upp í foss í gamla daga. Sá gamli var sem einn af fjölskyldunni, órjúfanlegur partur af æsku okkar sem ólust upp á þessum stað. Skelfing hlýtur hún móðir mín að hafa verið pirruð á blautum sokkum, stígvélum, buxum og jafnvel öllu heilla klabbinu. Nema hún amma hafi tekið við þessu. Sennilega höfum við nú reynt að stýra því þannig að hún væri til svara þegar heim var komið, óþarfi að trufla mömmu með þessum leiðindum þar sem hún hefur eflaust haft mörgum hnöppum að hneppa. Allavega var amma búin að sjá þetta allt áður, margoft.

Það var sífellt verið að gera eitthvað uppi í fossi, búa til stíflur, vaða, klifra, skríða undir steinana, fela sig og bralla eitthvað skemmtilegt. Hylirnir voru mis djúpir. Þar voru tveir aðalhylir, sá dýpri var ofar og náði uppundir hendur. Sá neðri var grynnri, náði aðeins í mitti og vorum við þar frekar, hann var aðgengilegri.

Upp á litla steininn var oft farið og stokkið af honum til allra átta. Menn virtust miskjarkaðir en ekki var um annað að ræða en láta sig vaða þó kjarkurinn væri á bak og burt. Stóri steinninn kom ekki fyrr en seinna, að komast upp á hann var gríðarlega mikill áfangi en maður var jú búinn að horfa á hann í mörg ár og beið eftir að komast upp, sem hafðist einhvern daginn, eftir ótal tilraunir, á mörgum árum.

Nú virðast hylirnir hafa grynnkað mikið og það sem skrítnara er,  steinarnir hafa stækkað og sá stóri orðinn ókleifur á ný.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: steinimagg

Ekki amalegt að hafa einn svona í garðinum :-)

steinimagg, 2.5.2009 kl. 23:21

2 Smámynd: HP Foss

Já það er alveg rétt Hallsteinn, það er bara ekki amalegt en ég áttaði mig ekki á því fyrr en mörgum árum eftir að ég flutti að heiman. Þú veist þarna, hvað átt hefur fyrr en misst hefur dæmið.

En ég hef svosem ágætis aðgang að honum enn, og börnin mín.

HP Foss, 3.5.2009 kl. 10:11

3 Smámynd: Karl Tómasson

Foss og Dettifoss eru uppáhalds fossarnir mínir.

Foss er óvenju borubrattur á þessu myndbandi hann er bókstaflega út um allt.

Hallsteinn, þú þarft endilega að heimsækja H P Foss á æskustöðvar hans einhverntímann. Fegurðin er engu lík.

Bestu kveðjur úr Mosó frá K. Tomm.

Karl Tómasson, 3.5.2009 kl. 16:45

4 Smámynd: steinimagg

Ég mun allavega mynda hann einn daginn, já og jafnvel þá báða.

steinimagg, 3.5.2009 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband