Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 30. janúar 2009
Ónýtt Útsvar hjá RUV
Get ekki orða bundist, er búinn að fá mig fullsaddan af Kópavogsliðinu í Útsvarinu í Sjónvarpinu. Þessi sjálfumglöðu, hrútleiðinlegu leiðindaspjöld eru langleiðina komin með að eyðileggja þennan annars frábæra sjónvarpsþátt. Sjónvarpsþátt þar sem venjulegt fólk kemur saman til að keppa í léttstemdri spurningakeppni þar sem frekar er málið að vera með og hafa gaman af en endilega að vinna.
Koma þá þessir pabbastrákar og hefja heimsmeistarakeppni í Gettu Betur Old boys??. Menn sem ekki geta tekið til á eigin skrifborðum, strákapjakkar sem líta niður til annarra keppenda, pjakkar sem gera allt til að vinna þessa annars skemmtilegu keppni með frábærum stjórendum.
Í Gettu betur er svona lið frábært, enda keppnin þar af allt öðrum toga.
Nei, takk, ekki meir af þessu fyrir mig, mér finnst þetta svona svipað og ryðjast inn í sjöárabekk, svara öllum spurningum á undan krökkunum og berja sér svo á brjóst.
Ég hef skömm á Kópavogi fyrir þetta!
Helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 26. janúar 2009
Veiga á Sléttabóli
Hún var borin til grafar á laugardaginn hún Veiga. Við afskaplega fallega athöfn á Prestsbakka þar sem séra Ingólfur jarðsöng Veigu voru staddir sveitungar, frændfólk hennar og vinir. Ingólfur talaði fallega yfir henni, enda við hæfi.
Meðfylgjandi mynd var tekin frá Fossi fram á Sand kl 11 um morguninn, á þeirri stundu sem hún var kistulögð, himininn opnaðist yfir Sléttabólinu með fallegum sólstöfum niður úr dimmum himninum.
Það var svo sannarlega magnað, já, þær eru skrítnar tilviljanirnar, séu þær þá tilviljanir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 20. janúar 2009
Davíð og Ólafía
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16. janúar 2009
Hellirinn Ufsi, við Ufsatanga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 16. janúar 2009
Kiddi káti á Hörgslandi með Helgu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)