Færsluflokkur: Bloggar

Meira um Willysinn hans Kára.

Við fórum á fjöru, ég á jeppanum hans Jóns og Kári á sínum. Þetta var síðla vetrar, milt í veðri og leysingar, töluvert vatn á Sléttabólsgötunni. Brautin liggur á kafla meðfram hyldjúpum læk, sem í við svona aðstæður er barmafullur, 2ja metra breiður, meira en mittisdjúpur. Drulla og slark vill verða í brautinni, þannig að sleipt verður og lágir bílar vilja sitja á kviðnum. Willysinn hans Kára var jú einmitt af þeirri gerðinni, með fjaðrirnar neðan á hásingunni og barðarnir voru 700/16, sólaðir.

Jóns bíll skautaði yfir þetta svona á ská og skjön og þegar ég var kominn yfir þetta leit ég í spegilinn til að sjá hvernig Kára gengi. Hvort hann væri á kviðnum eða við stuðarann hjá mér. En ég sá ekkert í speglinum. Kári var ekkert á slóðanum. Ég leit í vestur vegna þess að menn gátu þar krækt fram hjá þessari vilpu með því að keyra utaní sandölu þar skammt frá. En Kári var ekki heldur þar. Þá sneri ég við, sem gat verið æði mál, vökvastýrisreimin blaut og rafspin að framan.

Þegar ótrúlega stórum radíus var lokið og við snerum loks í norður sást hvar Kári var. Hann var í læknum.  Willysinn sat pikkfastur í læknum, vatnið var upp fyrir bretti, svolítið uppá húddið. Lofthreinsarinn á Hraðkananum hefur verið það eina sem stóð uppúr þarna innundir húddinu. Kári og Hjalti sátu á sætisbökunum og biðu björgunar. Brosið á Kára náði alveg aftur að eyrum eins og það getur mest orðið. Þetta voru aðstæður sem Kári gat ekki sleppt, til þess var lækurinn of freistandi.

Fjöruferðin gekk vel, Kári velti ekki og ekkert bilaði.  Það þurfti að passa upp á olíuna á mótornum, hann var farinn að brenna soldið, eins og mátti greina á reyknum sem aftrúr honum kom. Var hann mestur við gangsetningu og þegar undanhaldi var lokið og gamli stiginn í botn á ný.

Olían sem valin var á mótorinn var alltaf að þykkna, HDX 20 var orðin HDX 30, svo eitthvað enn þykkara en áður en lagt var í þessa ferð var sett gírolía, 80/90 og hana mátti Hurricane maskínan frá USA reyna á éta!

Daginn eftir spurði ég Kára hvernig statusinn hefði verið á olíunum í lok ferðar. " Á afturdrifinu var ekkert mjög mikið vatn, soldið meira á framdrifinu, millikassinn var helv vel vatnsblandaður og á gírkassanum var bara vatn. En þegar ég tók tappann úr pönnunni, kom bara andvarp" sagði Kári, enn með sama stóra brosið.

Hann náði sér aldrei að fullu eftir þessa ferð, gamli brúni Willysinn.


Willysinn hans Kára.

Hann Kári átti einu sinni Willysjeppa sem var svona frekar þreyttur. Orðinn lasinn á marga kannta en samt gangfær. Hann var nokkurnvegin orginal, reyndar yfirbyggður en annað var upprunalegt, með Hraðkanann í húddinu, dana 44 að attan og 30 að framan. Ca 60 módelið.
Til að möguleiki væri á að fley þetta gengi, þurfti að gæta að því að gripurinn fengi það sem til þurfti til að snúast.  Hver hlutur þurfti sitt, olía á drifið, kassana og vélina, bensín á rokkinn. Á meðan þetta var passað, gekk gripurinn.

Ég hef fyrir einhverja góðmennsku skaparans, hlotið þá náð, að missa ekki matarlystina, hversu veikur sem ég kann að verða. Hjá mér fær hvert hólf sitt að næringu, hver hlutur er eins og vel smurð vél, þó mökkurinn kunni að standa frá mér og gufan undan húddinu.

Ég held fast í vonina, minnugur Willysins hans Kára.


Kristján og Sólveig.

polaris.blog.is

Þríburarnir.

L1000682


Helga Sara

Júlí 2008 078


Jólatréð úr Hvamminum í ár.

Við fórum, ég og stelpurnar mínar upp í Stórahvamm á Fossi á sunnudaginn en í Vitanum auglýsti skógræktarfélagið Mörk að velja mætti tré og kaupa úr Hvamminum. Þessi stutta ferð var frábær,  stelpurnar völdu tréð og svo var boðið upp á kakó og smákökur á eftir hjá Elínu Önnu, Einari Bjarnasyni og Jóni formanni Þorberssyni en þau stóðu þarna vaktina.
Þetta væri gaman að gera að árlegum sið.

 

Des 08 450 D 166

Des 08 450 D 167

Des 08 450 D 172

Des 08 450 D 186

 


Skaftá.

Des 08 450 D 123

Des 08 450 D 126

Des 08 450 D 131

Des 08 450 D 134

Des 08 450 D 135

Des 08 450 D 140

Des 08 450 D 151

Des 08 450 D 158


Hátíð á bæ

Árleg jólasaga

Fáir fagna jólunum jafn mikið og hlakka meira til þeirra en hrútarnir.
Hrútarnir eru búnir að hlakka til jólanna frá því um seinustu jól.
Þeir hafa enga ástæðu til að hlakka til páskanna, vorsins,  eða nokkurs annars en jólanna.
Í ellefu mánuði á ári fer allur tími hrútanna í át. Étur hver í kapp við annan enda viðurkenndur fylgikvilli þunglyndis, að leggjast í át.
Hópast þeir saman á fjöllum og hreinsa upp grasið á heilu torfunum. Líta sem vart upp þegar lambaskarinn göslast með hoppum og skoppum framhjá þeim og er ekki að sjá að þeir  hafi hugmynd um hvernig þessir ólátabelgir urðu til.
Þennan tólfta mánuð ársins færist heldur betur fjör í leikinn. Þessir akfeitu, illa lyktandi, hlunkar, fá allt í einu að yfirgefa stíuna sem þeir voru neyddir inní í haust. Hinum megin við grindverkið eru þær búnar að dilla sér allt haustið, nuddandi sér upp við grindina, ómótstæðilegar. 
Loks kemur karlinn á bænum og tekur grindina,ellefu mánaða bið er að baki. ( Hún felst eingöngu í áti) Hrútarnir ryðjast inn í hópinn og virðast ekkert setja það fyrir sig hvernig rollan lítur út, hvort hún er hvít eða svört, kollótt eða hyrnd, skiptir engu. Nú er það bara að komast yfir sem flestar þennan eina mánuð sem í boði er. Nei,nei.!! Þá virðist það vera svipað hjá þessum kvenkynsverum sem öðrum að þegar á hólminn er komið skal láta ganga soldið á eftir sér . "Nei, ekki fyrr en á næsta tungli", jarm,jarm,jarm. Allt er það eins. Á "næsta" tungli verður sennilega hann Prins frá Prestsbakka búinn að komast yfir hana og þá vill hún ekki meira það árið.
Það hefði verið dauflegtí gamla daga á Klaustri með þessar reglur.
Ekki komast nú allir heilir frá þessari vertíð, sumir heltast úr lestinni og jafnvel fara beina leið á gresjurnar endalausu, þar sem étið er í tólf mánuði á ári.
Já, Hátíð ljóss og friðar er haldin hátíðleg með ýmsu móti og erfitt að sjá hvar best er að vera.


Músagangur

Ekki er það talið gott að  vera með mýs á heimilum. Valda skaða á innanstokksmunum, skemma raflagnir og forgera mat.  Þetta vissu systur tvær sem í yfirgefið foreldrahús komu og uppgötvuðu að músagangur væri í kofanum. Ég frétti það í gengum miðil að vasklega hafi verið gengið til verks og vaðið í málið.

Þetta kom svo sterkt í gegn á þessum miðilsfundi að það var eins og ég horfði á beina útsendingu frá aðgerðunum.

Þar sem jólin voru í nánd var strax tekin ákvörðun um að fatan sem brúka skyldi til verksins yrði að vera rauð.  Tandurhrein fatan var sett á mitt stofugólfið og dauðskefldar systurnar, stukku út úr húsinu og brunuðu upp Brot. Nú mættu þær passa sig, skrambans mýslurnar. "En heyrðu systir. Hvernig drepast þær í fötunni ef ekkert er vatnið í henni?", spurði hin systirin.  Bláa Toyotan tók handbremsubeygju og brunaði til baka, núna niður Brot.

Með mikilli varúð kíktu þær systur ofaní fötuna en þeim til mikillar undrunnar var ekkert í fötunni. " Systir, það er engin mús í fötunni?" Sagði hin systirin og undrunina mátti lesa úr andlitunum.  " þær hafa hoppað uppúr, ekkert er vatnið, manstu systir?"

Nú skyldu þær drepast.  Hálf full fatan stóð á miðju stofugólfinu og mýsnar áttu ekkert eftir nema að stinga sér í fötuna og bíða þess sem koma skyldi. Aftur var brunað upp Brot, en núna voru þær enn borubrattari og minntu óneitanlega eiganda bifreiðarinnar.

Miðillinn sagðist hafa kíkt á stofuna skömmu seinna og séð góðlegan mann í slökkviliðsbúningi, horfa á  fötuna á miðju gólfi, eldrauða fötu hálfa af vatni. " Hva, er nú þakið farið að leka?" Sagði  maðurinn við sjálfan sig og leit upp í loft en sá ekki neitt. Hann brosti góðlátlega, sagði ekkert en rölti út i vestanáttina og upp í stóran pikkupp.

Systurnar gerðu víðreist um sveitina, heimsóttu alla þá sem þær þekktu til að örugglega væru nú mýsnar dauðar sem í húsinu væru.  En þegar þær komu til baka fundu þær fötuna á sínum stað en án músa. Engin mús hafði klifrað upp meira en þverhnýpta 10 lítra fötuna til að drekkja sér.

Vonbrigði systranna var mikil því alla þeirra tíð var það talin langbesta aðferðin við að veiða mýs að veiða þær í fötu!

Þær röltu yfir hlaðið til að leita ráða hjá bróður sínum. Þessi bróðir þeirra myndi hjálpa þeim í vandræðum þeirra án þess að það færi lengra. Honum gætu þær treyst, því hann er þessi þögla og trausta manngerð.

"Er spýtan kannski dottiiiin?" Spurði bróðirinn hægum rómi. " Hvaða spýta?"svaraði önnur systirin svo hvassri röddu,  að bróðirinn tók eitt skref afturábak. " Nú, spýtan til að mýsnar komist upp á fötubrúninaaa. " Sagði bróðirinn, sömu rólegu röddinni og hin systirin kippti í peysuna hjá þeirri hvössu, sem snéri rauða kollinum leiftursnöggt á hana og strunsaði til baka.

"Hver skremillinn, aulagangur getur nú verið í þessum músum, að komst ekki hjálparlaust upp í svona pínulitla fötu"

Miðillin sagði mér að hann hefði kíkt á þetta mál á sunnudagskvöldi, þegar systraheimsókn þessari var lokið. Fatan var á sínum stað, spýtan vissulega komin en fátt var til að tæla mýslurnar að fötunni, ekkert hjól, engin vír, enginn ostur. Kannksi verða þær leiðar á lífinu og henda sér framaf. Mýsnar stukku um gófin og virtust ekki hafa áhyggjur af fötunni, eða sýna henni áhuga yfirleitt.

Miðillinn sá tvo menn á vettvangi, þennan í slökkviliðsbúningnum og annan eldri.  Hvorugur sagði neitt en báðir brostu í kampinn.


Færsla frá því 14. apríl 2008

Ég var að skrolla niður bloggið mitt til að athuga hvaða vitleysu ég hafi verið búinn að setja inn og rakst á þetta. Mig setur hljóðan. 

 

,,1783 tók sá alvitri guð að, bæði í vöku og svefni að benda mér og öðrum að vér skyldum taka vara á oss og búa oss við yfirhangandi og ókomnu straffi. Eldroði sást á lofti og teikn, ormar og pestarflugur á jörðu, skrímsli í vötnum og eldmaurildi á jörðu, item; hljóð og veinan í hennar iðrum, vanskapan á nokkrum lömbum. Drambsemin sté upp, sem ávallt er fallinu næst. Marga skikkanlega menn dreymdi það sem eftir kom.''

,,Hér lifðu menn í sælgæti matar og drykkjar, sumir orðnir svo matvandir, einkanlegast þjónustufólk, húsgangs-lýður og letingjar, að ei vildu nema þá allra bestu og krydduðu fæðu. Drykkjuskapur og tóbakssvall fór að sama lagi, að á einu ári upp gekk hér í gildi, heimboð og þess kyns brennivín upp á 4000 fiska, eftir sem ég með öðrum vitanlega sannreiknuðum,
er svo hátt steig, að prestar fundust þeir hér, sem ei þóttust geta framflutt með reglu og andakt guðsþjónustugjörð nema fyrir brennivíns tilstyrk, hverjum og svo urðu síðan sín hús í eyði látinn og margra annarra sem féllu á sömu sveif.''

Þannig ritar eldklerkurinn í ævisögu sinni.

Óhugnanlega er þetta eitthvað líkt ástandinu á vorum dögum. ´

Ég ætla að hafa varan á.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband