Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 1. desember 2007
Saga höfð eftir Helga Eiríkssyni á Fossi
Þetta er eitt af því fáa sem fyrir mig hefur borið sem ég á erfitt með að skýra.
Áður birt í bandaríkjunum 2004
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 24. nóvember 2007
Auðvitað!
Amma mín telur það merki um slaka eiginkonu ef hún veit af körlum í húsverkunum.
Og amma mín er merkilegasta manneskja sem ég hef kynnst hingað til.
Konur vinna enn flest húsverkin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 23. nóvember 2007
Heitt vatn í Skaftárhreppi?
Skaftárhreppur er ekki í félagi sveitafélaga á köldum svæðum. ( Var a.m.k. ekki skráður sem slíkur í fréttum í vikunni)
Hver ætli ástæðan sé fyrir því?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 20. nóvember 2007
Mosfellsk kvos/ skaftfellsk kvos
Misjafnlega er gæðum landsins skipt. Það sem á einum stað er talið dásamlegt, er á öðrum stað talið til afganga.
Í Mosfellssveit er mikið rætt um Kvosina svokölluðu, sem kennd er við Álafoss. Við förum ekki út í þá sálma núna, en foss er þetta nú kallað. Þar keppast menn við að eiga heima og ef menn geta ekki átt heima þar, þá vilja menn vinna þar. Og ef halda skal hátíð í Mosfellssveit, þá kemur Kvosin fyrst í huga manna. Þar gæti verið gott að flatmaga og velta sér með börnunum daglangt.
Í Landbrotinu er einnig svona kvos. Í henni eru 365 steinar, einn fyrir hvern dag.
Var þar framkvæmd aðgerð sem eðlilegt er að gera einu sinni á dag.
þar er ekki dvalið frekar en nauðsynlegt þykir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 19. nóvember 2007
Flugvél lendir í bæjarlæknum.
Ég stökk út í gluggann því hvinurinn var mikill. Helvíti mikil bumba kom svífandi og með ótrúlega miklum látum flaug hún fyrir norðan gamla bæinn og snéri við út við Stóra Hvamm. Kom síðan á fullu blasti og stefndi beint í fossinn, fór þar lóðrétt upp fyrir brún, þá á hvolfi til suðurs og þannig í nokkra hringi og alltaf neðar og neðar. Svo kom að því að hún skall til jarðar, beint ofaní lækinn með skelli. Engan sakaði en ég verð að segja alveg eins og er að svona helvítis draumar eru nú ekki beint til hvíldar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 15. nóvember 2007
Polaris besta hjólið
Jæja, það var eins og ég hélt, Polaris hefur verið valið lang besta hjólið, hefur unnið með yfirburðum.
Takk fyrir frábæra þáttöku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Hræddur umhverfisráðherra.
Skelfing var að heyra að umhverfisráherra skyldi senda fyrirhugaða virkjun Dalsbóndans í umhverfismat. Maðurinn er búinn að leggja þvílíka vinnu í allskonar rannsóknir fyrir hinar og þessar nefndirnar að mann algerlega blöskrar. Og umhverfisráðherra tekur sér marga mánuði í að hugsa málið, hvort eða ekki skuli þessi heimarafstöð fara í umhverfismat.
það kom fram í fréttum að hætta væri á verulegum spjöllum á Skaftáreldahrauninu við lagningu vegar meðfram Hverfisfljótinu inn í Hnútu. Ja, þvílíkt bull. Hún ætti að fara á staðinn og skoða aðstæður, áður en hún lætur svona vitleysu frá sér í sínu nafni.
Ég held að við séum að sigla inn í umhverfi þar sem umhverfðir umhverfissinnar halda ráðamönnum þessarar þjóðar hreðjataki, þannig að þeir þora sig ekki að hreyfa nema þessu fólki þóknist.
Svona vinnubrögð eru ráðherra til skammar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 13. nóvember 2007
Foss á Síðu í 1. sæti
Þá er kosningaslagnum lokið, þar sem kosið var um það hvort lífvænlegra þykir í Þorpinu eða á Fossi. Það er skemmst frá því að segja að miklill meirihluti landsmanna telur Foss á Síðu langtum betri stað en Þorpið.
Ég verð nú reyndar að viðurkenna að niðurstaðan kemur mér nú ekki í opna skjöldu, hafði fyrir löngu síðan tekið eftir þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 12. nóvember 2007
HP Foss á lágu ljósunum.
Maður á það til að væla yfir litlum og ómerkilegum hlutum. Veltir sér upp úr þeim fram og til baka, er alveg ómögulegur yfir einhverju sem akkúrat engu máli skiptir. Verður svo hugsað til þeirra sem eru virkilega að eiga við tilveruna, jafnvel fársjúkir, jafnvel dauðvona, engin von framundan. Verður hugsað til barnanna sem missa foreldra sína á unga aldri. Ég get ekki ímyndað mér sorgina sem blessuð börnin þurfa að takast á við, enginn getur sett sig í þessi spor.
Veltum okkur ekki uppúr veraldlegum hlutum, verum ekki að væla yfir því þó eitt til tvö fjórhjól fari á kaf í Álinn. Hvernig dettur manni í hug að fara á lágu ljósin yfir því þó maður hafi verið eins og bláókunnugur 17 ára unglingur á bólakafi í bæjarlæknum heima hjá sér. Og hvað með það þó brúin hafi verið 300 metrum ofar. Allir vita hvað einbreiðar brýr geta verið hættulegar.
Og sundsprettur er bara hressandi.
Taktu þig taki, mannfýla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 9. nóvember 2007
Hryllingur
Til hvers í ósköpunum er verið að búa til myndir þar sem allt virðist snúast um að myrða hvern annan á sem hrottafengnasta hátt? Á Skjá einum er kvöld eftir kvöld verið að sýna svo ógeðfelldar myndir að mér algerlega ofbýður. Hvað fær menn til að búa þennan viðbjóð til? Hvað fær menn til að kaupa þetta og sýna í sjónvarpinu? Hvað fær síðan menn til að horfa á þetta, svona líka algerlega viðbjóðslegasta óskapnað sem maður hefur séð?
Mér ofbýður þetta helvíti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)