Óla á Fossi á afmæli í dag.

Hún mamma mín á afmæli í dag, ég man ekki hvað hún er gömul en þó er hún orðin þrítug því ég man að hún fékk flekkóttu rolluna í þrítugsafmælisgjöf frá pabba. Hann hefur farið ágætlega frá þeirri gjöf, svona fjárhagslega. Nokkur ár eru nú frá þessu afmæli, rollan er a.m.k. orðin andskoti gömul, þrælskert og skakklappast varla út fyrir hússins dyr ( ég er enn að tala um rolluna). Rolla þessi var lengi þeim kúngstum gædd að strjúka að heiman þegar hún var komin að burði og sást svo á hamrabrúninni fyrir ofan fjarhúsin þegar borin var, alltaf með tveimur lömbum.

Til hamingju með daginn mamma mín,

Þinn uppahalds sonur ( nú fer hún að athuga hvort þetta sé bloggið hans Davíðs :) ) og hafðu það gott á afmælisdaginn.

Helgi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Bið þig að skila bestu hamingjuóskum. Ég giska að hún sé 39.

Ketill Sigurjónsson, 11.5.2009 kl. 18:42

2 identicon

Mér líkar vel við Ketil, hann er ágætur. Takk annars Helgi minn þú ert ágætur.

mamma (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 09:10

3 Smámynd: Karl Tómasson

Til hamingju með mömmu "gömlu" Helgi minn.

Ég og við félagar í Gildrunni gleymum aldrei matarboðinu hjá heiðurshjónunum á Fossi fyrir tónleikana á Klaustri hér á árum áður. Þá smökkuðum við besta hangikjöt og kartöflur fyrr og síðar.

Svo kom mamma þín einnig á tónleika Gildrunnar hér fyrir sunnan. Þetta er allt í minningunni og fer ekkert þaðan.

Bestu kveðjur til hennar og alls þíns góða fólks kæri vinur minn frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 12.5.2009 kl. 22:58

4 Smámynd: Valdi Kaldi

Kalli er svo rjómasleikjulegur að maður gæti haldið að hann væri að reyna að verða sér út um aðra hangikjötsmáltíð hjá Frú Ólafíu á Fossi :-)

Valdi Kaldi, 13.5.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband