Sumarsaga

  Það var hásumar. Vestanáttin eins og áður hefur verið lýst, einstök. Vestanáttin er eiginlega það eina góða sem kemur frá Víkinni. Svona hlý og notaleg. Þá er ég að sjálfsögðu að skilja frá Elínu á Keldunúpi, Sólveigu í Prestsbakkakoti, Sveinbjörgu, Jóhönnu og allar þessar Kerlingar sem sóttar voru út yfir sand til að bæta annars furðugóðan stofninn sem fyrir var. Þær flokkast náttúrulega með vestanáttinni, voða hlýjar og notalegar.

Hundurinn var eins og ég, alveg sallarólegur og flatmagaði á stéttinni. Það sem skildi okkur þó að, þennan fallega þriðjudagsmorgun, var að ég sötraði kaffið en hann var í óða önn að gera á sér morgunverkin, þvoði sér mjög vandlega, hátt og lágt og afar vandlega á viðkvæmum stöðum. Gekk þetta drykklanga stund með ótrúlegu kjamsi og smjatti. " Svona, hættu nú!" sagði ég við hundhelvítið og ég kúgaðist.  Hundurinn spratt á lappir og ég líka þegar hann svo gerði sig líklegan til að sleikja mig  í framan.

Ég  rölti uppá tún með kaffibollan til að líta Fossinn minn, Fossinn sem hefur bara ekkert breyst í gengum árin. Alltaf jafn rólegur og staðfastur, fellur fram af brúninni með ótrúlegri mýkt,  nánast eins og hann leggðist  á klöppina ofurvarlega svo blessaður bæjarlækurinn gæti haldið sínu striki.

En árin líða og strax er maður sjálfur farinn að telja í ártatugum til baka, atvik sem eru eins og gerst hafi í gær. Þegar við krakkarnir vorum í þessari sömu brekku á kvöldin , í ótal leikjum og uppátækjum, þar er verið að tala um 25-30 ár. Sei, sei.

Ég gekk til baka og kallaði á hundinn sem leit upp, eins og bæði hissa og skömmustulegur , þar sem hann var að háma í sig hrossaskít. Svei mér þá, ég held að hann sé að verða ruglaður.Ég gekk inn í bæ, inn í eldhús.
Fyrri tuttuguárum hefði amma verið þar með morgunmat fyrir okkur öll, smurt brauð með eggjum og öllu tilheyrandi. Nú er öldin önnur, enginn er í eldhúsinu og ég fæ mér því ekki neitt.

Já, sumrin voru góð í sveitinni, alltaf nóg að gera og lagðist maður steinþreyttur á koddann á kvöldin, ýmist eftir baggahirðingu eða erfiða leiki. Næsta tún lá sennilega í ljánni eða var komið í næturmúga. Ef hirðingin gekk vel var farið til nágrannanna og létt undir með þeim, þannig fórum við krakkarnir á milli bæjanna eftir því sem þörf var á. Var því oft kátt á hjalla þegar margir söfnuðust saman og verkið gekk vel. Núna hýrast menn einir í traktorunum og það eina sem menn heyra er glamrið í tækjunum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona minningar eru ein af aðal ástæðum fyrir því að ég fer með fjölskylduna í Skálavík á sumrin og heyja í bagga,alveg ómetanleg upplifun ! skemmtileg frásögn.

Þórir (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 07:33

2 identicon

Hvar var móðir þín þennan þriðjudagsmorgun ?

ein sem ekki vill láta nafns síns getið (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 23:01

3 Smámynd: steinimagg

Er hægt að fá þetta á hljóðsnældu?

steinimagg, 5.4.2009 kl. 00:03

4 Smámynd: HP Foss

Já, mamma? sjálfsagt sofandi enn.

HP Foss, 5.4.2009 kl. 09:50

5 Smámynd: HP Foss

Já Hallsteinn, stafræna upptöku er að finna á hpfoss.is/upptokur/sogur/sumarsaga.

HP Foss, 5.4.2009 kl. 10:04

6 Smámynd: steinimagg

Snilli, ekki datt mér í hug að þú værir svona tæknilegur :-)

steinimagg, 5.4.2009 kl. 19:21

7 Smámynd: HP Foss

Það hafa verið örðuleikar á þessu Hallsteinn, álagið á vefinn hefur verið mikið.

HP Foss, 5.4.2009 kl. 20:11

8 Smámynd:

Í sveitinni var smurt í menn

snemma að morgni og seint á kvöldin

Síðan sumir sífra enn

um smörrebröð - þótt ný sé öldin

Því löngu liðin er sú tíð

að amma Magga stóð um hríð

og smurði brauð í erg og gríð

í Fosskrakkana ár og síð

, 5.4.2009 kl. 23:19

9 identicon

Hún Dagný lumar á ýmsu.

mamma (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 08:03

10 Smámynd: HP Foss

Já, þetta er nefnilega liðin tíð.

HP Foss, 6.4.2009 kl. 08:30

11 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Sting hér með upp á því að þú hættir að eyða tímanum í blogg og einfaldega hefjir ritun endurminninga. Því þessar endurminninga-færslur benda til þess að slík bók yrði afar ánægjuleg aflestrar.

Ketill Sigurjónsson, 8.4.2009 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband