Sveitin mín

Ég hef skoðað Íslands byggðir víðar
  og einnig þig.
Með tinda, jökla tún og grænar hlíðar,
  þú töfrar mig.

Hjá þér hef ég mesta fegurð fundið
  þú færð mín ljóð.
Og við þig allar vonir mínar bundið,
  sem varst mér góð.

Svo fór ég burt og fékk þá margt að reyna,
  á flæking þeim.
Nú veit ég fyrst, að ég elska þig eina.
 -Ég ætla heim.

 

Eiríkur Einarsson- Skaftfellingur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Römm er sú taug.........

, 26.3.2009 kl. 00:06

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Góður kveðskapur. Hvað varð um höfundinn?

Sigurður Hreiðar, 26.3.2009 kl. 15:54

3 Smámynd: HP Foss

Hann flutti aldrei aftur í sveitina, bjó í bænum.

HP Foss, 26.3.2009 kl. 16:33

4 Smámynd: Karl Tómasson

Sveitahyski

Hversu lengi má ég bíða
Með þetta Hyski að deyða
Ekki lengur hægt að líða
MOSFELLSSVEIT verður að eyða.

Kv. Laxi


Þetta ljóð um Mosfellssveitina samdi Laxi árið 1987. Ég veit ekki hver hann er. Ég á frekar vona á því að hann sé fluttur úr Mosó. Ljóðið er á ljod.is ásamt nokkrum öðrum eftir Laxa.
Hefur Laxi samið eitthvað um Vest Skaft?
Kveðja frá K. Tomm.

Karl Tómasson, 27.3.2009 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband