Sunnudagur, 11. janúar 2009
Willysinn hans Kára.
Hann Kári átti einu sinni Willysjeppa sem var svona frekar þreyttur. Orðinn lasinn á marga kannta en samt gangfær. Hann var nokkurnvegin orginal, reyndar yfirbyggður en annað var upprunalegt, með Hraðkanann í húddinu, dana 44 að attan og 30 að framan. Ca 60 módelið.
Til að möguleiki væri á að fley þetta gengi, þurfti að gæta að því að gripurinn fengi það sem til þurfti til að snúast. Hver hlutur þurfti sitt, olía á drifið, kassana og vélina, bensín á rokkinn. Á meðan þetta var passað, gekk gripurinn.
Ég hef fyrir einhverja góðmennsku skaparans, hlotið þá náð, að missa ekki matarlystina, hversu veikur sem ég kann að verða. Hjá mér fær hvert hólf sitt að næringu, hver hlutur er eins og vel smurð vél, þó mökkurinn kunni að standa frá mér og gufan undan húddinu.
Ég held fast í vonina, minnugur Willysins hans Kára.
Athugasemdir
Ekki er þetta sá gamli sem þú áttir seinna og bauðst mér í bíltúr á
Ég man að það var ekki hægt að beygja á honum með góðu móti. Það virtist sem allt væri að gefa sig, slíkir voru brestirnir undir rassgatinu á manni.
Annars er allt gott að frétta úr Mosó og ég vona sannarlega kæri vinur að þú sért að ná úr þér pestinni.
Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 11.1.2009 kl. 22:02
Skemmtileg samlíking við Willysinn, ert þú líka með blæju?
Kristín Jónsdóttir, 12.1.2009 kl. 20:53
Nei, ég er frekar svona með tréhús.
HP Foss, 12.1.2009 kl. 21:49
Kalli hlýtur að vera að rugla Willysnum þínum saman við Broncoinn sem hann átti. Það heyrðust engir svona brestir í þeim rauða.
Valdi Kaldi, 12.1.2009 kl. 23:00
Talandi um Willys......gleymi seint Miklafellsferð um páska hérna um árið f.S (fyrir Sigga ha ha) á Willys ´42 minnir mig, í eigu Andra káta. Það sem þessi gamli fór var ótrúlegt með yfirfullan bíl af fólki og allt á kafi í snjó. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur ef heilsu þinni ef þú líkir þér við Willys!!
Góðan bata!
Sigrún Inga (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 11:12
Já Valdi, ég rak einmitt augun í þessa ömurlegu athugasemd Karls forseta.
HP Foss, 13.1.2009 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.