Þriðjudagur, 16. desember 2008
Jólatréð úr Hvamminum í ár.
Við fórum, ég og stelpurnar mínar upp í Stórahvamm á Fossi á sunnudaginn en í Vitanum auglýsti skógræktarfélagið Mörk að velja mætti tré og kaupa úr Hvamminum. Þessi stutta ferð var frábær, stelpurnar völdu tréð og svo var boðið upp á kakó og smákökur á eftir hjá Elínu Önnu, Einari Bjarnasyni og Jóni formanni Þorberssyni en þau stóðu þarna vaktina.
Þetta væri gaman að gera að árlegum sið.
Athugasemdir
Ég er nú svo heppinn að eiga gervitré með eilífðar ábyrgð.
steinimagg, 16.12.2008 kl. 20:32
Flottar myndir, og frábært útsýni. Enda ekki von á öðru í þessum landshluta. Kveðja frá hinum endanum.
Ágústa (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 23:32
Þetta er gaman að velja jólatréð. Við ætlum einnig að gera það í Hamrahlíðinni.
Þetta virðist vera mjög hátt uppi.
Er Jón sonur Þorber formaður V Skaft félagsins?
Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 18.12.2008 kl. 06:58
Ég þarf aldrei að labba lengra en inn í geymslu til að sækja mitt yndislega fallega plast skátajólatré. Klikkar aldrei og ekkert puð nema jú að setja það saman...það getur stundum tekið á taugarnar að festa það í standinn!! Læt Sigga bara um það svoa ð ég eyðileggi ekki jólaandann með bölvi og ragni ha ha
Sigrún Inga (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 10:04
Skrítið hvað það er eins og við höfum verið að planta þessum trjám fyrir stuttu. Hvað tíminn líður!
Það verður góður andi með þessu tré!
jólakveðja, Stína
Kristín Jónsdóttir, 22.12.2008 kl. 16:49
Ég fæ ekki að nota mitt glæsilega gervitré frá USA (með eilífðar ábyrgð og allt)
Konan og tengdó sögðu mér bara að taka því rólega, tré til styrktar UMFA verður í ár.
steinimagg, 22.12.2008 kl. 23:06
Tréð er komið upp, allt klárt, gleðileg Jól.
HM
steinimagg, 24.12.2008 kl. 10:22
hhhhhmmmm, ekkert blogg í hálfan mánðu. Hann er líklega bara að horfa á sjónvarpið þessa dagana kallinn :-)
Valdi Kaldi, 29.12.2008 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.