Músagangur

Ekki er það talið gott að  vera með mýs á heimilum. Valda skaða á innanstokksmunum, skemma raflagnir og forgera mat.  Þetta vissu systur tvær sem í yfirgefið foreldrahús komu og uppgötvuðu að músagangur væri í kofanum. Ég frétti það í gengum miðil að vasklega hafi verið gengið til verks og vaðið í málið.

Þetta kom svo sterkt í gegn á þessum miðilsfundi að það var eins og ég horfði á beina útsendingu frá aðgerðunum.

Þar sem jólin voru í nánd var strax tekin ákvörðun um að fatan sem brúka skyldi til verksins yrði að vera rauð.  Tandurhrein fatan var sett á mitt stofugólfið og dauðskefldar systurnar, stukku út úr húsinu og brunuðu upp Brot. Nú mættu þær passa sig, skrambans mýslurnar. "En heyrðu systir. Hvernig drepast þær í fötunni ef ekkert er vatnið í henni?", spurði hin systirin.  Bláa Toyotan tók handbremsubeygju og brunaði til baka, núna niður Brot.

Með mikilli varúð kíktu þær systur ofaní fötuna en þeim til mikillar undrunnar var ekkert í fötunni. " Systir, það er engin mús í fötunni?" Sagði hin systirin og undrunina mátti lesa úr andlitunum.  " þær hafa hoppað uppúr, ekkert er vatnið, manstu systir?"

Nú skyldu þær drepast.  Hálf full fatan stóð á miðju stofugólfinu og mýsnar áttu ekkert eftir nema að stinga sér í fötuna og bíða þess sem koma skyldi. Aftur var brunað upp Brot, en núna voru þær enn borubrattari og minntu óneitanlega eiganda bifreiðarinnar.

Miðillinn sagðist hafa kíkt á stofuna skömmu seinna og séð góðlegan mann í slökkviliðsbúningi, horfa á  fötuna á miðju gólfi, eldrauða fötu hálfa af vatni. " Hva, er nú þakið farið að leka?" Sagði  maðurinn við sjálfan sig og leit upp í loft en sá ekki neitt. Hann brosti góðlátlega, sagði ekkert en rölti út i vestanáttina og upp í stóran pikkupp.

Systurnar gerðu víðreist um sveitina, heimsóttu alla þá sem þær þekktu til að örugglega væru nú mýsnar dauðar sem í húsinu væru.  En þegar þær komu til baka fundu þær fötuna á sínum stað en án músa. Engin mús hafði klifrað upp meira en þverhnýpta 10 lítra fötuna til að drekkja sér.

Vonbrigði systranna var mikil því alla þeirra tíð var það talin langbesta aðferðin við að veiða mýs að veiða þær í fötu!

Þær röltu yfir hlaðið til að leita ráða hjá bróður sínum. Þessi bróðir þeirra myndi hjálpa þeim í vandræðum þeirra án þess að það færi lengra. Honum gætu þær treyst, því hann er þessi þögla og trausta manngerð.

"Er spýtan kannski dottiiiin?" Spurði bróðirinn hægum rómi. " Hvaða spýta?"svaraði önnur systirin svo hvassri röddu,  að bróðirinn tók eitt skref afturábak. " Nú, spýtan til að mýsnar komist upp á fötubrúninaaa. " Sagði bróðirinn, sömu rólegu röddinni og hin systirin kippti í peysuna hjá þeirri hvössu, sem snéri rauða kollinum leiftursnöggt á hana og strunsaði til baka.

"Hver skremillinn, aulagangur getur nú verið í þessum músum, að komst ekki hjálparlaust upp í svona pínulitla fötu"

Miðillin sagði mér að hann hefði kíkt á þetta mál á sunnudagskvöldi, þegar systraheimsókn þessari var lokið. Fatan var á sínum stað, spýtan vissulega komin en fátt var til að tæla mýslurnar að fötunni, ekkert hjól, engin vír, enginn ostur. Kannksi verða þær leiðar á lífinu og henda sér framaf. Mýsnar stukku um gófin og virtust ekki hafa áhyggjur af fötunni, eða sýna henni áhuga yfirleitt.

Miðillinn sá tvo menn á vettvangi, þennan í slökkviliðsbúningnum og annan eldri.  Hvorugur sagði neitt en báðir brostu í kampinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: steinimagg

steinimagg, 8.12.2008 kl. 12:43

2 identicon

HAHAHH....þetta er bara snilld, ég sé þau alveg fyrir mér...ég sat í tölvuherbergi kennaranna og skellti uppúr þegar ég las þetta. það héldu allir að ég væri orðin biluð!

Íris Rut (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 14:09

3 identicon

Ég skemmti mér líka vel, var samt ein hlæjandi við tölvuna, sá þetta allt ljóslifandi fyrir mér. (Takk fyirir Kristján)

Ólafía Davíðsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:04

4 identicon

Ég er sammála Írisi þetta er snilld,,,,,,,,,,,,,,,,

solla (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:22

5 identicon

Óla mín, ég verð að biðjast afsökunar því fyrst hélt ég að þú værir önnur systranna. Síðan fattaði ég að þér dytti aldrei í hug að mýsnar myndu bara hoppa ofaní fötuna og drepast, það þyrfti eitthvað meira til.

Íris Rut (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 19:08

6 identicon

Sagan er hættulega fyndin,en getur einhver gefið mér

fleyri vísbendingar svo að ég geti haldið áfram að

hlægja,er orðinn riðgaður í sveitungunum!

Þórir B Harðarson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 22:44

7 identicon

Þórir verður bara að koma oftar austur. Þær eru léttgeggjaðar frænkur hans.

Kristján er víst saklaus, hann er líka  ekki vanur að vera að blaðra hlutunum.

Kveðja til þín Þórir minn. Gaman að heyra frá þér.

Óla.

Ólafía (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 09:47

8 Smámynd: HP Foss

Vegna tregðu í blóðflæði til heilabús er beðið um útskýringar:


Sá í slökkviliðsbúningnum keyrir sjúkrabíl
Sú með rauða kollinn er rauðhærð
Hin systirin heitir vinnur í 66
Trausti bróðirinn keyrir sjúkrabíl
Miðillinn heitir... vil ekki koma upp um hann, hann er svo traustur og talinn svo þögull bróðir og svo býr hann líka þarna.
Eldri manninn ættu allir að þekkja.

Ps. þetta er sönn saga, grínlaust.

HP Foss, 9.12.2008 kl. 13:20

9 identicon

mamma (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 14:02

10 Smámynd: Karl Tómasson

Ég gekk um stræti og torg

í Reykjavíkurborg.

Ég sá þar bíla og hús

og allt í einu hlaupandi litla mús.

Ég staðnæmdist og leit

og sá þá stórann kött.

Hann var voða fús

að éta þessa litlu mús.

Ég elska mýs. Þetta er úr ljóðabók minni, sennilega frá árinu 1972.

Það er ekki langt síðan ég sagði Birnu minni frá því þegar ég samdi þetta meistaraverk. Hún allt að því táraðist.

Ég gerði það líka þegar ég las þessa merkilegu frásögn þína Helgi minn.

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 9.12.2008 kl. 22:39

11 Smámynd: steinimagg

Ég man nú vel eftir þessu meistarastykki, en það er eitt sem ég átta mig ekki alveg á en það er að þú segir "Ég sá þar bíla og hús og allt í einu hlaupandi litla mús" mér finnst endilega að þetta hafi verið svona "Ég sá þar bíla og hús og hlaupandi litla mús". En hvað um það þetta var skemmtileg upprifjun frá ógleymanlegum tíma.

steinimagg, 9.12.2008 kl. 23:39

12 identicon

ertu búin að spyrja Maríu um músafötuna

steinar frændi (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 22:46

13 Smámynd: HP Foss

Já, hún bað mig að taka úr þvottavélinni í leiðinni.

HP Foss, 14.12.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband