Færsla frá því 14. apríl 2008

Ég var að skrolla niður bloggið mitt til að athuga hvaða vitleysu ég hafi verið búinn að setja inn og rakst á þetta. Mig setur hljóðan. 

 

,,1783 tók sá alvitri guð að, bæði í vöku og svefni að benda mér og öðrum að vér skyldum taka vara á oss og búa oss við yfirhangandi og ókomnu straffi. Eldroði sást á lofti og teikn, ormar og pestarflugur á jörðu, skrímsli í vötnum og eldmaurildi á jörðu, item; hljóð og veinan í hennar iðrum, vanskapan á nokkrum lömbum. Drambsemin sté upp, sem ávallt er fallinu næst. Marga skikkanlega menn dreymdi það sem eftir kom.''

,,Hér lifðu menn í sælgæti matar og drykkjar, sumir orðnir svo matvandir, einkanlegast þjónustufólk, húsgangs-lýður og letingjar, að ei vildu nema þá allra bestu og krydduðu fæðu. Drykkjuskapur og tóbakssvall fór að sama lagi, að á einu ári upp gekk hér í gildi, heimboð og þess kyns brennivín upp á 4000 fiska, eftir sem ég með öðrum vitanlega sannreiknuðum,
er svo hátt steig, að prestar fundust þeir hér, sem ei þóttust geta framflutt með reglu og andakt guðsþjónustugjörð nema fyrir brennivíns tilstyrk, hverjum og svo urðu síðan sín hús í eyði látinn og margra annarra sem féllu á sömu sveif.''

Þannig ritar eldklerkurinn í ævisögu sinni.

Óhugnanlega er þetta eitthvað líkt ástandinu á vorum dögum. ´

Ég ætla að hafa varan á.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Helgi minn.

Það er alþekkt að maður haldi að maður hafi sagt einhverja vitleysu eða skrifað og hafi áhyggjur af þegar fram líða stundir. Á meðan menn koma fram án tilgerðar og eru þeir sjálfir, þá er það engin vitleysa.

Slík skrif eða framkoma eldist ekkert.

Þessi skrif þín eru við það að vera óhugguleg í ljósi aðstæðna.

Bestu kveðjur úr Mosó kæri vinur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 5.12.2008 kl. 23:45

2 Smámynd: Valdi Kaldi

Þú ert bara eins og Nostradamus!!!

Valdi Kaldi, 6.12.2008 kl. 12:29

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Helgi minn ég held þú ættir nú að taka það af ró að byrja að klippa út einhver textabrot sem eru andsvar við hvatvíslegum skrifum þínum á sínum tíma. Það er líka afskaplega langsótt að ég hafi eitthvað annað en jákvæða afstöðu til Foss á Síðu, sem mér hefur alltaf fundist meðal fegurstu bæjarstæða á landinu. Þau eru orðin fleiri hundruð skiptin sem ég hef keyrt þar fram hjá.

Enn langsóttara er að fara að blanda foreldrum þínum inn í þessa umræðu eða að ég hafi sagt eitthvað og gert sem þeim við kemur. Hinsvegar hafði Ása samkennari samband við móður þína þegar þú fórst fram með sömu ásakanir og aðrir hafa margendurtekið. Byggðar á ósannindum og undarlegum samsæriskenningum. Munurinn er sá að þú baðst afsökunar. Það var heiðarlegt, því þú hafðir ekkert fyrir þér og fórst fram með ósannindi gegn mér.

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.12.2008 kl. 19:11

4 Smámynd: HP Foss

Ása samband við mömmu... Afsakið að skellihlátur kemur ekki fram á blogginu en fyrirgefðu.  Og bað Ása móður mína um að biðja mig um að hætta að skrifa um þig? Jesús minn góður, farðu ekki að segja mér neitt til um að koma texta á blað, ég veit nákvæmlega hvað þú varst að gera með því að fara að tala um skít og drullu á Fossi, þar átti að hræða mig frá þáttöku á ykkar vettvangi, hafa mig góðan. Þú hittir þar í mark, því fátt er mér kærara en heimahagarnir, en ósköp þótti mér þetta lélegt hjá þér Gunnlaugur.
Minnti mig á suma skólabræður mína á Hvanneyri, allt var svo stórt og mikið heima hjá þeim, ég hélt, 16. ára pjakkurinn, að ég væri á Hvanneyri fyrir mistök. Seinna fór ég að ferðast um landið og sá þá heim að þessum bæjum.

Farðu nú ekki að bera Ásu Stínu fyrir þig, hún er ein af uppáhaldsfrænkum mínum og við höfum rætt um þig.

Annars er þessi athugasemd þín algerlega utan við efnið.

HP Foss, 6.12.2008 kl. 19:37

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þú hefur alltaf verið utan við efnið og aldrei gefið þér tíma til að setja þig inn í það á efnislegum forsendum. En getur sjálfsagt verið vænsti piltur þrátt fyrir það.

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.12.2008 kl. 20:26

6 Smámynd: steinimagg

Þetta er of flókið fyrir mig, ég botna bara ekkert í þessu öllu saman.

steinimagg, 6.12.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband