Hundalíf

Það er fæstum efst í huga að lifa hundalífi. Það er yfirleitt tekið sem dæmi um lélegt líf. Hvað svo sem lélegt líf er, er svo ekki gott að skilgreina. Hundurinn hefur mikla hæfileika til að sætta sig við það líf sem honum er boðið uppá. Hundurinn gerir sér það að góðu sem hann hefur, notar þó tækifærið til að létta sér tilveruna, sjái hann tækifæri til.
106a9e8a-5a66-47f0-8deb-330e54f07903[1]
Það myndu  nú ekki allri slá hendinni á móti slíkum siðvenjum

Detti manni í hug að skreppa í göngutúr, sem er nú kannski ekki svo líklegt, þá vill hundurinn endilega skreppa með . Hann veltir því ekki fyrir sér hvert skuli halda, ekki hvað lengi skuli vera að heiman, veltir því ekki fyrir sér hvort þurfi að taka með sér nesti. Hann veit að fyrir því er hugsað. Hann kemur með, jafnvel þó veðrið sé þannig að hundi sé ekki út sigandi.

DX-22A

Ég hef reyndar ekki enn orðið vitni að slíku veðri, eða átt það latan hund.

Hundurinn getur yfirleitt látið sér líða nokkuð vel, hann getur yfirleitt um frjálst höfuð strokið. Hann fer sínar leiðir en það vill þannig til að þær leiðir eru leiðirnar sem við ætlum honum. Þess vegna hefur hundinum og manninum samið svo vel í gegnum aldirnar, þó maðurinn hafi haft tilhneigingu til að ráða yfir þessum besta vini mansins. En hundurinn lítur ekki þannig á málið.  Hafið þið lagst við  tæran fjallalæk til að svala þorstanum. Eftir langa göngu, sárþyrstur, veit maður af lækjarsprænu, skellir sér flötum og stingur andlitinu ofan í lækinn. Hundurinn fer aldrei neðan við mann, hann hefur ekki geð á því, hann fer án undantekninga ofan í lækinn fyrir ofan mann. Veður upp í kvið og skolar af sér drullu dagsins.


Hundurinn fer sínu fram, hann lætur ekki að sér hæða, hann á gott líf.

DX-28A


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi! Ekki svo margir bloggarar í þessari fjölskyldu

svo að ég upplýsi mína hér með. Hélt reyndar að ég ætti

eina bláa zetorinn á landinu þar til ég las bloggið þitt.

Þú ert magnaður penni!   kv.Þórir í Efri-Vík

Þórir B Harðarson (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 00:27

2 Smámynd: Karl Tómasson

Við erum hundavinir Helgi.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

P.s. Hvað er þetta rauða á myndinni?

Karl Tómasson, 28.11.2008 kl. 20:52

3 identicon

Það fyrsta sem mér datt til hugar var að þetta væri hitamynd og hundurinn fann engann staur notaði því, sem gæti verið Ragnar á Dal, í staðinn.

Einar (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 09:04

4 Smámynd: HP Foss

Þið verðið að skoða myndina almennilega, fremri hundurinn er sá greiðvikni, hinn aftari, sá sem rétt sést í er tækifærissinninn,  allt er frekar í lit hjá honum, skiljanlega.

HP Foss, 29.11.2008 kl. 09:41

5 Smámynd: Valdi Kaldi

Ég ætla að fá mér hund daginn sem ég verð 67 ára.  Það verður góður dagur.

Valdi Kaldi, 29.11.2008 kl. 23:11

6 Smámynd: steinimagg

Erum að passa einn íslenskan þessa dagana, það er bara gaman.

steinimagg, 30.11.2008 kl. 13:37

7 Smámynd: Valdi Kaldi

Ætli hundar spekúleri eitthvað í gengisvísitölunni?

Valdi Kaldi, 5.12.2008 kl. 13:08

8 Smámynd: HP Foss

Efaða.

HP Foss, 5.12.2008 kl. 15:04

9 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Já, hérna. Ég verð að tékka á þessu næst þegar við Askja lepjum saman úr einhverjum læknum. Hvort hún fer ofan við.

Ketill Sigurjónsson, 6.12.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband