Skaftárvirkjun.

Svo var það hugmyndin um Skaftárvirkjun, sem myndi nú heldur betur hleypa lífi í glæðurnar í hreppnum. Illa nýtt hraun og uppblásin rof yrðu að fallegu vatni þar sem , eins og ég hef áður nefnt, verður transportað með ferðamennina ( konur veiðimannanna) um lónið, komið við hér og þar og í einhverjum tilfellum gætu hrólfar tekið þær í léttar göngur um svæðið. Ekki amalegt að koma til byggða eftir slíkar ferðir um það leiti sem eiginmenn þeirra eru að renna í hlað, vígreifir og voldugir. Þær rjóðar og sælar eftir göngutúrana með sveitastrákunum, sem sýna á sér sýnar bestu hliðar í hlíðum gíganna sem kenndir eru við Laka.

Einu hlaupin yrðu þessi Skaftárhlaup en þau færu í áðurnefndan Langasjó því ánni yrði veitt í sinn gamla farveg.

Í stöðvarhúsinu væri hægt að skoða allskonar sýningar sem listamenn samtímans koma á legg eftir vetursetu í vinnustofum hússins.

Já, það er bjart yfir framtíðinni.

bilde


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Það er alltaf gott að koma með þetta listamannahjal inn í þessar virkjanaframkvæmdir.

Ert þú ekki sveitamaður og alvöru rótari?

Væri ekki nær að halda tónleika í Hlégarði? Þetta er nú ljóta bullið í þér.

K. Tomm.

Karl Tómasson, 22.10.2008 kl. 00:22

2 Smámynd: HP Foss

Jú, mikið rétt, sveitamaður þaðan sem menn eru á því að til þess að verðmæti veri til , þurfi að gera eitthvað til þess. Menn hafa í gegnum tíðina horft á þá fyrir "sunnan" senda Þúsundkallana sína á milli margra manna, allir virðast græða á sama helvítis þúsundkallinum. það hlaut að springa en hvílíkur hvellur.

Nú hrósa menn happi yfir því að ekki sé búið að kasta íslenskum landbúnaði útbyrðis í skiptum fyrir innfluttar vörur. Hvílík heppni er það fyrir Íslendinga að við skulum undanfarin ár verið með alvöru Landbúnaðarráðherra, ráðherra sem barðist eins og ljón fyrir tilvist greinarinnar og uppskar, eins og við var að búast, andúð margra höfuðborgarbúanna.

Best er að koma þessum listamönnum í húsaskjól í virkjununum, einhversstaðar verða þeir að vera. 

Talaðu svo um bull!

HP Foss, 22.10.2008 kl. 08:47

3 Smámynd: Valdi Kaldi

Gerumst bændur!!!!!!!

Valdi Kaldi, 22.10.2008 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband