Flosi

Í þetta skiptið var stefnan tekin austur. Eftir áfyllingu á Mestkönnuna, rjúkandi, óvenju sterkt, kaffi hjá Stebba Þormar, var slegið í og ekki slakað á fyrr en á KFC á Selfossi. Freistingarnar eru jú til þess fallnar að falla fyrir þeim, annars væru þær ekki freistingar.  Tvö kjúklingalærisbein eru í vegkantinum við Kjartansstaði, gersamlega hvítþvegin, þannig að fuglinn ekki einu sinni lítur við þeim. Næsta þjónustuhlé var ekki tekið fyrr en við Hvamm undir Eyjafjöllum. Byggði upp forskot á keppinautana þannig að ég kom úr hléinu enn í fyrsta sæti. Rauða hælúxfatið hafði reyndar puðast framúr rétt áður en ég held að hann hafi verið hring á eftir. Ég tók fram úr honum við Pétursey ásamt mörgum öðrum bílum sem virtust hafa hið mesta yndi af ljósum hvers annars í baksýnisspeglunum.

Já, mikið ósköp verður nú gott að komast í smá smölun. Hef ekki smalað í bráðum tvær vikur en fátt er fegurra en hópur af rollurössum stökkvandi á undan manni fram grasi gróna hvammana í heimahögunum blíðu. Sem taka á móti manni í hvert eitt sinn sem maður ráfast í sveitina, með opnum örmum umhyggju og endalausum minningum um liðnar unaðsstundir.

Bíllinn snéri nánast þversum á veginum og allar hugsanir um gömlu góðu stundirnar , þar sem maður vagaði á eftir beljunum með strá í munni og baggaband í vasanum, hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar hin mesta barátta upphófst við að koma þessu fati á rétta braut, ásamt því að kerrudjöfullinn kæmi líka með austur að Fossi. Fljúgandi hálkan, norðan gaddrokð og skafrenningurinn tóku hér öll völd og  var um tíma alls ekki á hreinu hvert þessi för myndi enda.

Já, ef Flosi hefði verið fluttur í bæinn, hefði hann líka strekkt austur. Það er ég viss um.

HP Foss


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband