Föstudagur, 29. ágúst 2008
Bell P-39 Airacobra
Yfirleitt voru orrustuflugvélar hannaðar utan um mótorana en þessi var sú fyrsta sem hönnuð var utan um byssu. Byssan var American Armament Corpurations 37 mm fallbyssa og skotið fram úr miðjum propp vélarinnar.
Þetta þýddi að mótorinn þurfti að vera mjög neðarlega í vélinni og aftan við flugmanninn. Og þess vegna þurfti vélin að vera með nefhjóli, sem ekki hafi áður verið á orrustuvél.
Fyrsta Airacobran var afhent í apríl 1939 .
Mótorinn var 12 sylendra, Allison V 1710, vatnskældur 1150 hestöfl.( Eittþúsundeitthundrað og fimmtíu)
Hámarkshraði var 600 km á klst og flugþol 2500 km.
Fyrir utan fallbyssuna í trjónunni voru 4 hríðskotabyssur á vélinni.
Vélin þótti nú víst ekkert framúrskarandi í bardaga en þó ágæt þar sem lágflug þurfti, þar sem áras var á skotmark á landi. Tæp 10 000 stk voru framleidd og Rússar keyptu nálægt helmingnum.
Vél af þessari gerð hrapaði við Miklafell á Austu Síðu afrétti haustið 1942 og fannst tveimur árum síðar. Flugmaðurinn lét þar lífið og hefur verið okkur fjallmönnum innan handa síðan.
Athugasemdir
Mjög svo áhugavert. Áttu GPS hnit af staðnum?
Kjartan Pétur Sigurðsson, 10.9.2008 kl. 20:10
N63 58.277 W18 03.673
kv
Helgi
HP Foss, 11.9.2008 kl. 17:16
Flott!
Takk :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.9.2008 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.