Sveitasæla

En kannski er það jafnvel  enn betra, að geta skroppið í sveitina sína þegar maður vill,  fylgst með börnunum sínum taka þátt í sveitastörfunum,  hoppað í heyskap, réttir og allt það sem maðurinn á svölunum í Breiðholtinu veit ekki um og saknar þess vegna ekki.  Lagst á koddann að kveldi og hlustað á Fossinn sinn.  Krakkarnir sofa til morguns, stökkva á fætur og skoppa berfætt út á tún, leika við hundana, klappa kindinni sunnan við skurð, hún lítur á lömbin sín, jarmar og sannfærir þau um að allt sé í lagi. Þetta séu vinir þeirra.

Já. sælt er að vera sveitamaður.

Picture 053Picture 061

Picture 10290 ár 006

Ágúst 08 037Ágúst 08 022


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Helgi minn.

Þetta er með sætari færslum og fallegri sem ég hef séð lengi frá þér. Hugur þinn er greinilega á Fossi þessa stundina og það er mikið gott.

Fáir ef nokkrir staðir hafa haft á mig jafn mikil áhrif. Sennilega átt þú einhvern þátt í því minn kæri og móttökur fólksins þíns.

Stundum er pínu gotta að vera væminn.

Myndin af Atla Páli er meistaraverk, sannarlega.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 28.8.2008 kl. 19:19

2 Smámynd: Valdi Kaldi

Sæla, kannski.  Ætli maður verði ekki látinn hlaupa vestur brúnir um næstu helgi?  Ekki nenna sveitastrákarnir því.

Valdi Kaldi, 29.8.2008 kl. 13:04

3 Smámynd: HP Foss

Þú ferð létt með það, alltaf svo skrambi sporléttur. Kom sér að Lára náði sér ekki í einhvern helv hlunk. 

Hvernig ætli Jón Geir hafi það?

HP Foss, 29.8.2008 kl. 13:16

4 identicon

Hef það asskoti gott.
ég mun sitja heima og strúkja ístruna mína á meðan þið hlaupið upp og niður fjallshlíðar og eltið ullarleppa !!

Jónki (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband