Sáttur sveitamaður á mölinni ?

Ég vildi að ég væri úr Breiðholtinu. Hefði alist upp í Bökkunum, gengið í Breiðholtsskóla, síðan farið í FB og tekið verklega hlutann hjá GG. Væri  enn hjá þeim, hefði yfirumsjón með girðingunni utan við holuna sem verið er að taka fyrir nýja púttvöllinn utan við  safnaðarheimilið.

Væri sallarólegur með haustið, það skipti engu máli hvað það væri langt, hvað það bæri í skauti sér, hvenær veturinn skellur á. Sumarið er að baki og ein vel heppnuð útilega í Húsafell toppaði sumarið. Þar voru 6 þúsundir, brjáluð stemning, klukkutíma röð á klósettið sem var reyndar stíflað. Hitti félaga mína ú Hlaðgerðakoti og það var ákveðið að fara aftur út úr bænum eftir 2 ár.

Kem heim og ákveð að gera sveitasetur úr íbúðinni, það var svo helvíti næs að sitja úti í náttúrunni í Húsafelli, vera í kyrrðinni í fortjaldinu, þar voru 15 mans, gítarar og geislaspilarinn var þaninn í botn. Geðveikt stuð og sveitalífið frábært.

Ég fer í Júróprís, kaupi mér gervigras. Set það á svalagólfið, treð bast stólnum út, næ mér í einn kaldan, set nýja þjóðahátíðarlagið með Breimi í Hlandi og sonum í botn. Frábært! Þetta er fullkomin hvíld, ég hef skapað mér mína eigin útilegu og er fullkomlega sáttur.

Alinn upp í Breiðholtinu og langar aldrei að fara út úr Reykjavík. Slétt sama um sauðburð, heyskap, réttir og gangmál áa. Veit reyndar ekkert hvað það er. Er sáttur með svalirnar mínar og karton af sígarettum.
Sáttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég fegin að þú ert ekki úr Breiðholtinu, þá værir þú bara einhver bláókunnugur maður út í bæ..

Olga (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 11:28

2 identicon

Mikið leggst haustið illa í þig Helgi minn, þú ættir bara að skella þér í fysta safn, þá lagast þetta kannski. :)

kv. mamma.

mamma (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 14:33

3 identicon

Þú ert BARA FYNDINN! Ég segi nú bara eins og Olga,hvað við værum mikið fátækari að hafa ekki fengið að kynnast Helga Páls ef hann hefði verið úr Breiðholtinu.....þú ert bara partur af sveitinni góðu og verður alltaf í minnum hafður kallinn.

Sigrún Inga (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 10:40

4 identicon

Er hjólið bilað?

Steinar (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 09:02

5 Smámynd: Valdi Kaldi

Mér sýnist hann nú bara vera að lýsa lífi sínu eins og það er í dag.  Alla vega helv.... nálægt því.  Það er nefnilega búið að venja sveitamanninn á mölina.

Valdi Kaldi, 27.8.2008 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband