Messa í Miklafelli

Síðastliðinn sunnudag var messað í Miklafelli.   Í gegnum árin hefur mikið verið messað í Fellinu en þá meira hver að messa yfir öðrum, eins og gengur og gerist þegar margir koma saman og margt þarf að ræða.

Nú var það sóknarpresturinn á Klaustri sem messaði yfir söfnuðinum og áttum við þar æði góða stund, vorum tekin til altaris og kaffi var á eftir í kofanum í Fellinu.

Slíkur var sannfæringarkraftur séra Ingólfs, þar sem hann þrumaði yfir sálum okkar sem þarna vorum, að mér datt í hug Þórbergur Þórðarson þegar hann bað skólastjóra Kennaraskólans leyfis að fá að sækja um skólavist, hann gerði sig þar jafn aulalegan í framan og þegar maður gengur inn í kirkju þar sem engin sæt stelpa er. Slíkur var svipurinn á okkur í gilinu góða og meðtókum við þarna orð Drottins án uppgerðar.

Ágúst 08 097

 

 

Ágúst 08 142

Ágúst 08 171

Ágúst 08 122

Ágúst 08 125

Ágúst 08 175

Ágúst 08 183


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Þetta hefur verið notalegt og skemmtilegt hjá ykkur. Myndirnar eru einnig skrambi skemmtilegar.

Þú hefur væntanlega farið á fjórhjólinu ef ég þekki þig rétt.

Bestu kveðjur úr Mosó frá K. Tomm.

Karl Tómasson, 21.8.2008 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband