Mánudagur, 9. júní 2008
Vatnajökulsþjóðgarður
Á laugardaginn var stofnaður formlega Vatnajökulsþjóðgarður. Frábær stund í félagsheimilinu á Klaustri, þar sem flutt voru tónlistaratriði, lesin ljóð og bein útsending var frá Skaftafelli, þar sem formaður þjóðgarðsins og Umhverfisráðherra fluttu ávörp og reglugerðin um þjóðgarðinn var undirrituð.
Kaffi og með því ásamt rólegri og notalegri stemningu gerði þessa stund einstaka sem endaði á því að þrjú börn drógu fána Vatnajökulsþjóðgarðs að húni með dyggri hjálp Kára Kristjánssonar landvarðar.
Í alla staði vel heppnað og stjórnað listavel af Þórunni Pétursdóttur, dótturdóttur Ólafar frá Mörtungu.
Þessi garður verður án efa samfélaginu lyftistöng, gestastofa verður byggð á Klaustri á næsta ári og blómlegt líf kviknar í kringum þetta góða framtak.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.