Laugardagur, 17. maí 2008
Jet Black Joe tónleikar.
Fór á tónleika í gærkvöldi, nauðugur viljugur. Hef aldrei þolað þessa hljómsveit.
Hér kemur kalt mat:
Upphitun kom frá Eyjum- fór út á meðan, hræðilegt gól.
Gospelkór, Jói Ásumunds á bassa, Kjartan Vald á hammond, Gulli Briem á trommur, fleiri góðir, helvíti gott og skemmtilegt áheyrnar. Snilldar spilarar og Páll Rós í formi. Edgar Smári héllt aftur af sér, sennilega af tillitssemi við Pál.
Löng bið eftir Jet black joe. Fáránleg bið og nánast dónaskapur.
JBJ hefja leik, hræðilegt fyrsta lag, trommarinn út á túni og þeim hálfgerð vorkunn að koma í kjölfar snillinganna.
Samantekt:
Tónleikarnir fóru vel af stað þarna en verulega dró af þeim þegar aðalnúmerið steig á svið. Rættist þó úr þessu, trymbillinn færðist allur í aukana eftir því sem á leið í samvinnu við hljóðmanninn sem a köflum virtist í smók. Endirinn var mjög góður.
Fékk ekki aukið álit á Jet Black Joe en Páll óx hjá mér, Gunnar Bjarni var einnig góður á sinn hátt, þó ég sé ekki að fíla þessi lög. Mér leið svolítið eins og boðflennu, að var greinilega sá eini sem var ekki að fíla bandið.
Fór í þessa ferð með sama hugarfari og maður stefnir í ælupest en þetta var mun skárra.
Athugasemdir
Vegna þess að mig langaði ekki á tónleika með þessaru sveit.
HP Foss, 17.5.2008 kl. 21:24
- JBJ voru okkur samferða í rokkinu Helgi minn. Nokkrum sinnum spiluðum við með þeim á tónleikum, þeir voru fínir og vinsælli en gömlu sveitamennirnir, þannig er það nú bara.
Það sem ég upplifi í færslu þinni hér er fyrst og síðast hversu mikið þú hefur lært á þessum árum okkar í bransanum. Þetta er eins og blaðakrítik eftir mann sem hefur verið 20 ár í bransanum. Ég trúi hverju orði og veit að þetta er sönn og góð gagnrýni. Þú kemur alltaf á óvart.Aðeins einum rótara tókst að stilla setti mínu þannig upp fyrir tónleika að ég þurfti ekki einu sinni að færa stólinn. Allt á sínum stað. Því gleymi ég aldrei.Bestu kveðjur úr Tungunni minn kæri.Karl Tómasson, 17.5.2008 kl. 23:22
Nei, nú ertu nú að ýkja.
Man ekki betur en þetta hafi verið hálgert kák, allt saman.Haaaa?
Samt gaman.
HP Foss, 17.5.2008 kl. 23:28
Helgi það er ekki endilega víst að hann sé að tala um þig?
Valdi Kaldi, 18.5.2008 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.