Sunnudagur, 11. maí 2008
Mamma á afmæli í dag, hún Óla á Fossi
Þessi hláturmilda, trausta og góða kona á afmæli í dag. Alltaf stendur mamma með okkur krökkunum sínum, eins og kletturinn í hafinu, ekkert fær hana til að efast um börnin sín. Setur hiklaust ofaní við tengdabörn sín, vogi þau sér að hallmæla okkur.
Í þau skipti sem ég kem einn í sveitina gerir hún sérstaklega vel við mig, þá eru oftar en ekki steikt hjörtu, í brúnni sósu, rabbabarasulta og ef sérlega vel liggur á henni, á er líka kartöflumús. Þetta lostæti kunna nú fáir að meta í fjölskyldunni og er það sennilega skýringin á því að þetta er haft í matinn í þessi skipti.
Mamma er sértaklega lagin við að sjá björtu hliðarnar á málunum, vill gera gott úr hverju sem er , vill öllum vel. Enda held ég að hún mamma eigi sér afar fáa óvini, enda væri það skárri andskotinn og þá sennilega byggt á misskilningi, því hún mamma er einfaldlega besta konan í öllum heiminum, var það þegar ég var lítill og er það enn!!
Til hamingju með afmælið mamma mín.
Athugasemdir
Til hamingju með daginn, Óla mín...og Helgi, til hamingju með mömmu þína...
kv. Truntan
Íris (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 16:25
Til hamingju með hana mömmu þína. Hún hefur svo mikla trú á þér að þú fékkst hana til að koma á tónleika hjá Gildrunni.
Hjá mömmu þinni fékk ég besta hangiket og kartöflur sem ég hef smakkað.
Ég bið að heilsa þínu fólki.
Bestu kveðjur. Kalli Tomm.
Karl Tómasson, 11.5.2008 kl. 18:25
Ég þakka góðar kveðjur, betri en ég á skilið.
Kalli mér fannst gaman á tónleikunum (Helgi hefur kannski verið búin að heilaþvo mig) HangiKETIÐ er og verður vonandi til áfram :)
Mamma (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 10:42
Til hamingju með móður þína bið að heilsa austur í fallegustu sveitina
Bergrún Ósk og Eyrún Erla (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 18:11
Það er greinilegt að Hæstvirtur Herra Helgi Pálson var ekki mættur í sveitina á sunndudagsmorguninn þegar afmælisbarnið stóð í eldhúsinu og las kallinum sínum pistilinn
Valdi Kaldi, 12.5.2008 kl. 23:02
Þetta var nú ekki fallega skrifað af Valda :(
mamma (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 09:01
Ég bara varð, þetta var algjört dauðafæri
Valdi Kaldi, 13.5.2008 kl. 20:40
Mikið á hún mamma þín gott að eiga svona góðan son eins og þig Helgi. Hún mamma þín er líka einstök kona. Ég skil þig alveg með hjörtun í brúnu sósunni,ég fæ vatn í munninn ha ha
Sigrún Inga (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.