Laugardagur, 19. apríl 2008
Lúpínan- þunglyndi rofanna.
Veturinn er loks að baki. Hálfgerður leiðindavetur þar sem skafið hefur í afkima sálarinnar frá því fyrir jól. Fannbarin rofin hafa látið á sjá og tekur þau langan tíma að verða eins og áður. Þessi rof sálarinnar hafa rokið á haf út, sokkið til botns í Faxaflóann. Fátt er til ráða, best er að láta hlutina jafna sig á sinn hátt, grípum ekki inní gang náttúrunnar með gerræðislegum ákvörðunum, látum ekki umhverfissóða vaða áfram með lúpínufræ í poka, skvettandi til hægri og vinstri, án nokkurrar hugsunar. Hugsunarleysis sem á eftir að verða okkur dýrkeypt. Lúpínan á eftir að kaffæra sálarró gróandi rofa, spilla þeim og eyða endanlega, vakni menn ekki til vitundar.
Fátt er fegurra en rofabarð í eðlilegum gangi náttúrunnar, minnkar, grær, verður aftur að fallegri torfu, stækkar, hækkar, byrjar aftur að eyðast, fýkur á brott. Næringarefni rofabarðsins verða kærkomin á grýtta mela, mela sem ekki áttu von án þeirra. Von melsins felst ekki í að hópur skólakrakka frá útlöndum vaði yfir þá undir stjórn illa upplýstra leiðbeinanda, sem oft á tíðum hafa lítið annað en kennarapróf upp á vasann.
Förum varlega í skottulækningar hvort heldur er á líkama, sál eða íslenska náttúru.
Látum fagmenn annast þessi mál.
Athugasemdir
Hvaða fagmenn eru nú það???
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 22:43
Talaðu varlega um skottulækningar!!!!
Sigrún Inga (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 10:37
Eru ekki skottulækningar bara fyrir fólk sem ekkert er að, það læknar nú varla sjúkdóma og kvilla að þvo fólki með þvottapoka á milli tánna?
HP Foss, 21.4.2008 kl. 10:53
Lúpínan er nú merkisplanta svona á sinn hátt. Það er t.d. fróðlegt að koma inn í Reit, þó svo hann stingi í stúf við umhverfið, og sjá hverju hún fær áorkað á hinum örfoka mel. Skottulækningar ömmubræðra minna eru skemmtileg skoðun á leið inn í Laka.
Kristín Jónsdóttir, 21.4.2008 kl. 22:47
Lúpínan var og e mikilvæg uppgræðsluplanta og jarðvegsbætandi fyrir annan gróður. Svo hopar hún að lokum þegar annað sterkara kemur í staðinn. Hún vinnur köfnunarefni með rótarhnyðjum sínum og miðlar til jarðvegsins í kring. og aðrar plöntutegundir njóta góðs af. þetta hélt ég að allir íslendingar vissu, sem komnir eru til vits og ára. Svo er hún frábær lækningajurt.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 16:22
Sæl Sigrún. Lúpínan er vissulega til bóta til ýmissa verkefna, vegna þessarar köfnunarefnisbindingar, sem reyndar hún gerir ekki heldur bakteríurnar sem hún lifir svo á. Bakteríurnar eru henni lífsnauðsynlegar.
Svo er það þetta með "sterkari plönturnar". Það var trú manna að hún myndi hopa þegar aðrar plöntur teldu sér fært að taka við en það er nú einu sinni gangur náttúrunnar að vilja þrauka. Lúpínan getur því auðveldlega tekið yfir gróið land, ruðst yfir íslenskar plöntur og orðið á endanum ríkjandi planta. Ekki viljum við það?
Því skyldi fara varlega í sáningu þessarar freku plöntu, sem er afar ágeng.
HP Foss, 25.4.2008 kl. 21:12
Minnir oneitanlega a baugsofreskjuna!skamm Lara Omarsdottir ekki sverta vinnuveitendur þina með otrulega siðlausu eistaklingsframtaki varstu ekki örugglega að tala við gömlu klukkuna 04 ? lúpinuna burt ! (og Baugshalfkæringinn)
palli (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 22:20
Hverjir eru kostir og gallar lúpínu sem landgræðsluplöntu?
Karl Tómasson, 25.4.2008 kl. 22:56
Takk fyrir veturinn Helgi.
Óskar Þ. G. Eiríksson, 25.4.2008 kl. 23:46
Þessi bókstaflega stórkostlegi pistill þinn um lupus fer að dreyfa sér um allt ef þú ferð ekki að koma með nýja færslu sem ég held að margir séu farnir að bíða eftir sama hvort gleði alvara eða miðlungs kátína ráði ríkjum eða kvort þú einfaldlega hugsir þér að taka fyrir áhuga þinn á íslensku sauðkindinni oftast nær verður þetta allt skemmtilegt hjáþérHelgiminnþaðersamakvaðþúskrifarumogégheldégséekkieinnumþáskoðunMundubaraaðlátatextannandavel.
Karl Tómasson, 27.4.2008 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.