Móðuharðindin hin síðari.

,,1783 tók sá alvitri guð að, bæði í vöku og svefni að benda mér og öðrum að vér skyldum taka vara á oss og búa oss við yfirhangandi og ókomnu straffi. Eldroði sást á lofti og teikn, ormar og pestarflugur á jörðu, skrímsli í vötnum og eldmaurildi á jörðu, item; hljóð og veinan í hennar iðrum, vanskapan á nokkrum lömbum. Drambsemin sté upp, sem ávallt er fallinu næst. Marga skikkanlega menn dreymdi það sem eftir kom.''

,,Hér lifðu menn í sælgæti matar og drykkjar, sumir orðnir svo matvandir, einkanlegast þjónustufólk, húsgangs-lýður og letingjar, að ei vildu nema þá allra bestu og krydduðu fæðu. Drykkjuskapur og tóbakssvall fór að sama lagi, að á einu ári upp gekk hér í gildi, heimboð og þess kyns brennivín upp á 4000 fiska, eftir sem ég með öðrum vitanlega sannreiknuðum,
er svo hátt steig, að prestar fundust þeir hér, sem ei þóttust geta framflutt með reglu og andakt guðsþjónustugjörð nema fyrir brennivíns tilstyrk, hverjum og svo urðu síðan sín hús í eyði látinn og margra annarra sem féllu á sömu sveif.''

Þannig ritar eldklerkurinn í ævisögu sinni.

Óhugnanlega er þetta eitthvað líkt ástandinu á vorum dögum. ´

Ég ætla að hafa varan á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá!!!

Sigrún Inga (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 11:14

2 Smámynd: Valdi Kaldi

Ég þarf að drífa í því að lesa þessa bók.

Valdi Kaldi, 16.4.2008 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband