Mosfellingurinn Karl Tómasson

Fyrir nákvæmlega 19 árum, þann 1. apríl 1989, fékk ég vinnu við smíði sumarbústaða i Mosfellssveit. Þa' var snjór þennan morgun en fallegt veður. Mennina þekkti ég ekki neitt sem ráku þetta fyrirtæki en frændi minn útvegaði mér þessa vinnu,  þar sem hann vissi að ég hafði unnið við smíðar sumarið áður.  Ég var með dálítinn kvíða,  svona aleinn sveitamaðurinn

. Á planinu fyrir framan gamla fjósið á Blikastöðum stóðu 3 bústaðir, misjafnlega langt komnir.  Hér var verk að vinna.

Ég heyrði að bræðurnir, eigendurnir,  ræddu um það hvort rétt vææri að láta þá vinna saman Helga og Karl. Þessi Karl var einnig að hefja störf  þennan dag. Það setti að mér enn meiri kvíða. Karl!  Ég þekkti engan Karl og hafði aldrei gert. Karl var stórt nafn á manni, ekkert komst nær því að lýsa manni en að heita einfaldlega Karl.  Eitthvað sem þurfti ekki nánari útskýringar við.

Karl þessi koma líðandi eftir Blikastaða afleggjaranum á bílnum sínum. Það var 1974 módelið af Ford Bronco, appelsínugulur. Bíllinn sagði mér að hann var greinilega orginal maður, án aukahluta.  Kvíðinn náði hámarki.  Karl þessi stökk inn, léttur í fasi og ég sá að kátínan og hlýlegt viðmótið hlaut að gefa svolítið tóninn og ég róaðist mikið. Við unnum saman þenann dag og marga aðra daga í næstu mánuðum. 

Svona byrjaði kunningsskapur okkar Kalla, kunningsskapur sem átti eftir að eflast jafnt sem árin liðu.  Ýmislegt brallað, hlegið og gert að gamni sínu, rætt um heima og geyma. Mágur minn segir að Kalli hafi bjargað tónlistarsmekk mínum frá glötun en þar kynntist ég alvöru rokki og róli, alvöru tónlist. Tónleikar með Gildrunni, á Fimmunni, Tveim vinum, Þrúðvangi og mikið fleiri stöðum voru sveitamanninum ómetanleg upplifun, stórkostleg skemmtun. Karl var í forsvari sveitarinnar og hann naut virðingar sveitunga sinna,  vina sinna,  tónleikagesta og veitingamannanna, ásamt einfaldlega öllum þeim sem þekktu til hans Kalla.  Það reyndist rétt sem ég óttaðist þarna 1. apríl um árið,  þessi maður stóð algerlega undir nafni, þurfti ekki útskýringar við eða sérstakrar skrúðmælsku, það var nóg að kynnast honum, þarna var vænn maður.  

Þetta kann að hljóma eins og minningagrein um látinn vin en hvað gerir það til þó hann lesi þetta líka. Nú svo er ekkert víst að ég lifi hann, sem betur fer veit nú enginn hvernig það allt endar.  Mér er það einnig til efs að hann hafi áttað sig á því hverslags móttökur hann fengi og hvernig ágjöfin yrði í moldviðri pólitíkurinnar. Mér hefur hingað til ekki verið skipað í sama flokk og vinur minn Karl,  hef  hingað til ekki viljað kenna mig við Vinstri græna. En vinátta skal yfir flokkapólitík hafin, eigi maður vin,  virðir maður skoðanir hans, setur hann ekki út t í horn fyrir það að vera með aðra skoðun á einhverju máli eða tilheyra öðrum hópi í einhverju.   Ég hef alltaf sagt að þeir sem gefa sig í  pólitík verða að hafa skráp til að þola gagnrýni. Málefnaleg gagnrýni er eitthvað sem allir þurfa að vera í stakk búnir til að taka á móti í þeim bransa.

 En ég verð að segja að sú gagnrýni sem Kalli hefur á sig fengið í Mosó hefur ekki öll verið upp á marga fiska.  Ótrúleg skrif fólks sem er á annari skoðun en Kalli,  birtast á bloggsíðu hjá Vísi.is, hjá persónugervingi sem nefndur er Valdi Sturlaugz. Sorasíða sem virðist einungis vera haldið út til að lítilsvirða Karl Tómasson, forseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar og vini hans.  Er þar skrifað undir hinum ýmsu dulnöfnum en tjáður Valdi fer þar með völd.   Má þar sjá samsvörun við ýmis skrif fólks sem hefur farið offari að mínu mati geng persónu Kalla. Hef ég aðeins reynt að bera hlaupa undir bagga með Kalla,  bent þessu fólki á ýmis ósannindi eða villur sem það hefur farið með. Þetta fólk hefur svarað mér  fullum hálsi, hent að mér gamni og reynt að gera lítið úr mér fyrir það eitt að standa við bak vinar míns.  

Einu sinni setti ég inn athugasemd á bloggið hjá Gunnlaugi B Ólafssyni, talaði þar á léttu nótunum um girðingavinnu, eða öllu heldur niðurrif girðinga og einmitt þann sama dag setti ég eitthvað álika á síðu Valda Sturlaugz. Gunnlaugur eyddi athugasemd minni af síðu sinni og bað mig um að láta sig ekki þurfa að eltasts við dritið mitt út og suður. Hvað átti hann við með þvi?  Átti hann þar við gbo.blog.is  og blogg.visir.is/valdist. ? Sennilega, því eins og hefur verið bent á, er líklegt að síðunni sé haldi út af hópi fólks sem finnst það hafa harma að hefna gagnvart Kalla. Tala “út og suður” um lýðræðisleg vinnubrögð en vilja samt aðeins að þeirra sjónarmið verið ofaná. Gleyma því að kosið var til bæjarstjórnar einmitt í lýðræðislegum kosningum og meirihlutinn myndaður eftir þeim leikreglum sem í gildi eru.

Ótal dæmi get ég talið upp sem benda í sömu átt en sjón er sögu ríkari.  Ef einhver hefur vogað sér að vera á sömu skoðun og Kalli, að ég tali nú ekki um að vera á móti “þeim”, er hann samstundis jarðaður á sorasíðu Valda Sturlaugs. Má þar nefna Hjördísi Kvaran, konu sem gerði ekki annað en reka ósannindi framan þetta fólk, gerði það kröftuglega en án dónaskaps. En fram af henni var gengið þegar persóna hennar var í svaðið troðin og svaraði hún því í sömu mynt.

Mikil skömm er af  svona fólki, fólki sem eru slíkir hugleysingjar að þora ekki að koma undir nafni. Ég hef fengið minn skerf af þessu meðali og nafnlausar sendingar. Sendingar sem koma úr sama fyrirtæki og frænka mín vinnur hjá.  Stundum  kommenterar hún á bloggsíðu mína úr vinnu sinni, og sá ég þannig að nafnlausi maðurinn, “ frændi”,  hefur aðgang að tölvu á sama stað.  Þar vinna, Íris frænka mín, Ása Stína frænka mín og Gunnlaugur B Ólafsson.  Fleiri þekki ég ekki i Borgarholtsskóla. 

Ég vona að ég eigi ekki eftir að sökkva svona djúpt í fúafen hatursins,  vona að Guð gefi mér áframhaldandi heilsu til að sleppa við slíkt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ósköp er að heyra þetta.
Það þyrfti að senda friðardúfur í oddaflugi þarna uppeftir.

Lauga (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 13:34

2 Smámynd: Karl Tómasson

Þú ert nú meiri kallinn Helgi minn.

Ég þakka þér, alla vináttuna í nú brátt tuttugu ár sem aldrei hefur borið skugga á, þinn endalausa óborganlega húmor, hlýjuna og stuðning alltaf. Ekki bara í blíðu.

Hvurn skrambann get ég sagt eða skrifað eftir lestur þessarar færslu þinnar minn kæri.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Tungunni.

Karl Tómasson, 3.4.2008 kl. 21:08

3 Smámynd: Valdi Kaldi

Ég held að Helgi hljóti nú að þurfa að biðja Kalla að gera eitthvað fyrir sig á næstunni :-)  Nei, ég er nú bara að grínast.  Þekki Mosfellinginn af góðu einu saman og verð honum að eilífu þakklátur fyrir að venja Fyssinginn af því að hlusta á "Wham" og "Modern Talking" og setja í staðinn eitthvað gott rokk í kassettutækið.  Við Helgi "fíluðum" samt hvorugur Kolkrabbaplötuna sem þú sendir hann heim með einhvern daginn.  Aðeins of súrt fyrir sveitastrákana.

Valdi Kaldi, 3.4.2008 kl. 23:04

4 identicon

Hvenær er helgi vond og hvenær er helgi góð? Ég held að helgi sé aðeins vond þegar óþarfa helgi er orðið svo helg fyrir sjálfri sér að hún treystir sér ekki að koma og hafa skoðanir á helgi annarra.

Það er helgi , það er vond helgi.

Frá Varmársamtaka Valda, Fílópokanum, pólitíkusinum Úle og öllum hinum.

Valdi Sturlaugs (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 00:19

5 identicon

Kæri Helgi, ég get eins og þú sagt margt gottum um viðkynni við Karl Tómasson í Mosfellsbæ. En hvað sem öllu líður þá hefur sú breyting orðið á að Karl er orðinn þjónustufulltrúi okkar sem búa í Mosfellsbæ og gegnir þar embætti forseta bæjarstjórnar, eða semsagt nú er hann ekki lengur aðeins Kalli Tomm í Gildrunni heldur ábyrgðarmaður afkomu okkar mosfellinga og sá sem mörg okkar kusu til góðra verka. Á mínu heimili er 4 kosningarbær atkvæði og fékk Karl þau öll frá okkur þannig að ekki er hægt að segja að við höfum ekki haft miklar mætur á honum sem persónu og treyst honum til verka.

Nú hafa þannig þróast málin að ég presónulega hef haldið uppi málsvörn í máli sem honum var mjög hugleikið en svo bar við að ég hef haldið að honum Karli málefni sem ég hef ekki básúnað hátt en hann veit hvað um ræðir. Þegar ég var orðinn langþreyttur eftir svari fór ég á síðu hans og gaf aðein inn. Áður en varði var mætt þar kona sem vissi ekkert um málið og hóf málflutning sinn á svívirðingum, og þar var tónninn gefinn fyrir málefnaflutningi á síðum Karls Tómassonar. Karl svaraði aldrei þeim fyrirspurnum sem ég hafði beðið hann um að skoða ári áður , en það fjallar um tugmilljóna fjárveitingar úr sjóðum okkar Mosfellinga. Ég gafst upp og hef síðan tekið þann pólinn að gera frekar grín að þessarri pólitík frekar en að svekkja mig á stjórnmálamanni sem ekki kærir sig um réttlæti og málpípu sem haga sér eins og grúppí gelgja að verja goðið sitt.

En kæri Helgi, ég veit að þér stendur gott eitt til og þykir vænt um þá sem hafa staðið með þér. en þegar á reynir kynnist maður í raun og má ætla að þeir eða þau sem standa aðvokallaðri Valdasíðu hafi svipaða reynslu af samskiptum í pólitik og ég, en ég hef fengið að skoða IP gögnin frá því í fyrra og það skýrir margt af þeim viðbrögðum sem eru í gangi í dag, en þar urðu til flestar þær persónur til sem finnast á Valdasíðum skapaðar af Hjördísi Kvaran þegar hún var að ráðast að gagrýnendum stjórmála í Mosfellsbæ.

Allt á sér orsakir og grín er oft vörn gegn vitleysu.

Kveðja,

Ólafur í Hvarfi Ragnarsson

Ólafur í Hvarfi Ragnarsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 00:22

6 identicon

Sveitin græna, búsins lið
landið helga ræðir
hale lúja, gullsins hlið
karlinn bara græðir

Gróði þessi, ekki er
mynta slegin gulli
heldur penna, leigir sér
veltist uppúr bulli

Bullið streymir, níður háð
uppsker lofið ljúfa
gróa nærist, illu sáð
vinskap manna rjúfa

rofið skinn, rispað stolt
málsins beitta píla
sálar tetrið, innan holt
haugsins vonda fýla

Fúla skarna, slóða dreg
græna binginn brjóta
lokum mun, kerling treg
sjálfan karlinn skjóta

skotið fasta, hitti karl
kerling reiknar dæmið
bloggar bull, étur snarl
orðið heldur væmið

Væmnin vonda, póluð tík
sullar öllu saman
dísin kætist, engri lík
ansi bara gaman

Gamnið kárnar, kerlu hjá
fiðrið hefur fokið
karlinn reiddist, ekki má
sögu hennar lokið

ljúkum rímu, ráðgott orð
viljum bara segja
aðstoð þín, ferils morð
prófaðu að þegja

Ólafur í Hvarfi Ragnarsson

Frá Varmársamtaka Valda

Valdi Sturlaugs (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 01:16

7 identicon

Helgi Pálsson sendir Valda tóninn á blogginu sínu í gær og fer ófögrum orðum um skrifin á þessari síðu. Skrifin virðast vera skrifuð í þeim tilgangi að rétta hlut Karls Tómassonar, sem er persónulegur vinur Helga. Af skrifunum má sjá að Helgi hefur þekkt Karl lengi og metur hann mikils. Um þetta var Valda reyndar kunnugt og fleiri dæmi eru þess að þeir sem hafa persónuleg kynni af Karli meti hann mikils. Valdi hefur engin persónuleg kynni af Karli, en hefur stundum séð ástæðu til þess að ræða málflutning hans hér á síðunni. Helgi telur að mín skrif séu ósanngjörn gagnvart vini hans og vænir mig um hatur og fleira.

Helgi segir: “Ótrúleg skrif fólks sem er á annari skoðun en Kalli, birtast á bloggsíðu hjá Vísi.is, hjá persónugervingi sem nefndur er Valdi Sturlaugz. Sorasíða sem virðist einungis vera haldið út til að lítilsvirða Karl Tómasson, forseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar og vini hans. Er þar skrifað undir hinum ýmsu dulnöfnum en tjáður Valdi fer þar með völd. ”

Frá Varmársamtaka Valda Sturlaugs

Valdi Sturlaugs (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 01:18

8 identicon

Helgi minn, þetta copy/paste um allt frá valda síðum er ekki frá mér komið og lítur út fyrir að vera afritað til að mynda ergelsi og andúð, mér þykir það miður en ég á ekkert sökótt við þig og eða þína.

Kveðja,

Ólafur

Ólafur í Hvarfi Ragnarsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 01:21

9 identicon

Pólitíkusinn þann 27. mars 2008 21.02

Tjaldað í Mosó.

Þegar maður býr á tjaldsvæði sem er að rísa er oft ótrúleg læti. Stundum fjör, stundum boring. Ef maður ætlar t.d. að lúlla þegar gaurinn í næsta tjaldi er að setja fortjaldið upp er það frekar leiðinlegt. Ef maður stendur fyrir utan tjaldið í súper veðri getur það verið rosa gaman og líka þegar verið er að spjalla hinum megin við tjaldið, já svo einfalt er það nú.
Það eru nú ekki langt síðan að þótti nú ekkert mál þó tjöld væru jafnvel 10 daga í uppsetningu. Í dag skreppur maður eina viku á tjaldsvæðið og á meðan hefur risið heilt tjald. Mikill er hraðinn og það er auðvita gott að tjöldin standi ekki hálftjölduð svo helgum skipti.
Þó virðist ætla að verða erfitt að venjast á meðan þetta vesen stendur yfir og einnig þegar er partý. Alltaf hrekkur maður jafn mikið við þegar eitt slíkt ríður yfir og allt nötrar og skelfur.
Í einum texta fallhleranns er fjallað um Helgafellið undur fagra, það er víst óhætt að segja það. Mikið er notalegt að hafa það bókstaflega í hendi sér.
Það er fallegt Helgafellið.

Frá Varmársamtaka Valda Sturlaugs eða Úle eða bara einhverjum

Valdi Sturlaugs (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 02:07

10 Smámynd: HP Foss

Fínt að vita það Ólafur, ég held að þessi hegðun hugleysingjanna sem halda úti sorasíðu Valda, segi það sem segja þarf. Sá sem styður við bak Kalla, fær yfir sig svona holskeflur. Mér er nokkuð sama, herði mig í þeirri trú að þetta fólk þurfi aðstoð og þá eitthvað meira en aukið bakflæði.
Ekki binda þitt trúss við svona fólk, haltu þínu striki.

Ég vorkenni þessu fólki samt ekki neitt og held að það ætti að koma sér í bælið á kristilegum tíma svo það geti verið til einhvers gagns í þjóðfélaginu. En svo er nú ekki einu sinni víst að þetta lið sé allt með vinnu.

HP Foss, 4.4.2008 kl. 08:33

11 identicon

Jahérna...ég segi nú ekki annað!

Íris (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 09:02

12 identicon

Helgi, það er leiðinlegt að þurfa að segja það en allar líkur eru á því að það sé Karl Tómasson sjálfur sem hefur verið að dæla inn til þín greinum undir Valda Sturlaugs nafni.  Getur þú séð IP tölurnar á bakvið greinarnar ?

Kveðja,

Ólafur

Ólafur í Hvarfi Ragnarsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 12:51

13 Smámynd: Karl Tómasson

Já það er fjör í pólitíkinni Helgi minn. Öll þessi skrif sem hafa verið kóperuð yfir til þín af síðu Valda eru eins og þú veist skrifuð af fólki sem að treystir sér ekki að koma fram undir nafni. Þar hefur engu verið bætt við. Ég fæ ekki betur séð en að skýrt sé tekið fram að þetta sé frá Valda. Fólk þarf nú ekki annað en að vippa sér yfir til Valda til að sjá það að þessi texti allur er þaðan kominn. Aðeins einn maður tekur oftast þátt undir sínu nafni í umræðum hjá Valda Sturlaugz. Það er Ólafur Ragnarsson sem nú er mættur til þín. Ólafur kemur inn með sýnar hálfkveðnu vísur og skilur fólk eftir sem eitt spurningarmerki.Hann kom til mín fyrir nokkrum vikum inn í ágætis umræðu um göngustígagerð í Mosfellsbæ. Þar varpaði hann fram spurningu um hvort spilling væri í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Ég svaraði honum um hæl og skrifaði: Það er ábyrgðarhlutur að ýja að spillingu og hver sá sem gerir slíkt á í fyrstu að snúa sér að þeim yfirvöldum sem ganga úr skugga um hvort um slíkt athæfi sé að ræða en ekki að gerast ábyrgur fyrir því að slík umræða fari jafnvel á flug af tilefnislausu. Það er sárt að lesa um slíkt hvar og hvenær sem er, svo ekki sé nú talað um á sinni eigin heimasíðu. Þetta var semsagt mitt svar til Ólafs. Nú er Ólafur mættur til þín eins og áður segir og skrifar nú um málefni sem hann segist ekki hafa básúnað hátt um en Karl viti hvað um ræði. Málið fjalli um tugmilljóna fjárveitingar úr sjóðum Mosfellinga. Hver sá sem les þessi orð, er eins og fyrri daginn, skilinn eftir sem eitt spurningamerki. Ofan á, er samt einhver spillingartónn eins og áður hjá Ólafi.

Ég skora á Ólaf að koma hreint fram og útskýra nákvæmlega um hvaða spillingu hjá mér og bæjarstjórn Mosfellsbæjar er að ræða. Það er forkastanlegt hjá honum að kjósa það að koma inn í umræðu á opinberum vettvangi og ýja að einhverju sem enginn veit hvað er. Svo ekki sé nú talað um þegar það er gert á síðu sem hann veit að engum heilvita manni dettur í hug að taka þátt í umræðunum sem þar fer fram.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 4.4.2008 kl. 13:29

14 identicon

Jæja það er þá komið á hreint að Karl hefur sjálfur verið að koma fram sem þessi Valdi Sturlaugs, í það minnsta hér og á sinni eigin síðu.  Þá þurfum við ekkert frekar að skoða IP tölurnar.

Varðandi hálfkveðnu vísuna þá er málið þannig að ég er búinn að senda erindi til bæjarstjórnar Mosfellsbæjar og það var gert í febrúar, en afgreiðsla þess hefur ýmist verið frestað og nú komin í þann farveg að embættismaður á að undirbúa drög að svari, en samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið er ekki hægt að fá tímaramma á svar frá bænum, málið er aftarlega í afgreiðslu að þeirra sögn.

Enda er erfitt að biðja bæjarstjórn um að koma með umsögn í máli sem varðar þau sjálf.  All á sinn tíma og ef að svar berst ekki innan tíðar þá fer málið í annan farveg.  En Karl þekkir málið og væri sársaukalaust að birta erindið hvar sem er fyrir hvern sem er, þó er það þannig vaxið að það á ekki að afgreiðast á bloggsíðum.

Kveðja,

Ólafur

Ólafur í Hvarfi Ragnarsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 13:48

15 Smámynd: Karl Tómasson

Ég er afskaplega feginn því Óli að þú kjósir frekar að fara þessa hárréttu leið í stað þess að vera með þessar hálfkveðnu vísur á blogginu og afhverju kaust þú þá ekki frekar að býða eftir svari frá bænum. Er ekki rétt fyrst þú ert nú búinn að varpa þessari spurningu fram hér á síðunni að þú útskýrir um hvaða tugmilljóna sjóði og spillingu þú ert að tala.

Það er ekki víst að lesendur hér eigi nokkru sinni eftir að komast að því.

Karl Tómasson, 4.4.2008 kl. 14:09

16 Smámynd: Valdi Kaldi

þabbaraekkertannað, hvers lags della er þetta eiginlega!!!!!!!!!!!   Eins gott að blanda sér ekki í þetta rugl.

kv
Valdi ekki Sturlaugs

Valdi Kaldi, 5.4.2008 kl. 00:09

17 identicon

Eins og þú veist þá er ég búinn að bíða í að verða eitt ár eftir svari frá bænum ef tekið er með í reikninginn sá tími síðan ég bað þig um að skoða þessi mál, en þú hefur aldrei gert neitt svo ég viti til í þessum málum.   Núna er ég búinn að bíða síðan í febrúar eftri svari frá bæjarstjórn, svari við nokkrum spurningum þar sem nokkrar eru nánast já eða nei spurningar.  Bæjaryfirvöld eru augsýnilega að draga lappirnar og vilja tefja málið út í hið óendanlega enda eins og ég segi þá er það nánast kjánalegt að biðja bæjarstjórn að gefa umsögn og svör við viðkvæmu máli sem varðar þau sjálf.  Ef ekki kemur skýrt svar frá bænum innan tíðar verður leitað til næsta stjórnsýslustigs og öll umræða verður á opinberum vettfangi.

Ólafur í Hvarfi Ragnarsson (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 10:34

18 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Réttilega benti ég þér á Helgi að ég nennti ekki að eltast við dritið úr þér út og suður. Hef alla tíð sýnt þér fyllstu kurteisi. Mér var bent á það nú í kvöld að þú værir að bera mig þungum sökum á bloggsíðu þinni.

Hef áður sagt þér að ég hef ekki hugmynd um hver Valdi Sturlaugz er. Hinsvegar er ég honum að nokkru þakklátur fyrir að taka að sér hlutverk þess sem verður fyrir dritinu, sem sér um heilaspuna fyrir þig, Karl og Hjördísi.

Eins og ég sagði við dylgjum Karls Tómassonar þess efnis að ég væri að skrifa nafnlaust og senda úr Borgarholtsskóla, þá sýnir það meira um ykkar eðli og hugarflug heldur en mitt.

Þar eru á annað þúsund nemendur og á annað hundrað starfsmenn. Langur vegur er á milli þess að einhver setji inn nafnlaust skeyti (sem hefur frekar saklaust innihald miðað við þín viðbrögð) og að ná þeirri niðurstöðu að ég hafi sent það.

Ég hef gott hugrekki til að segja mína skoðun undir nafni og hef aldrei þurft að senda frá mér sendinga undir dulnefnum, eins og sannað er á vinahóp þann sem þú kemur til varnar. Hér væri þér því sæmd af því að biðja mig afsökunar.

Gunnlaugur B Ólafsson, 9.4.2008 kl. 23:33

19 Smámynd: HP Foss

Sæll Gunnlaugur.

það er nú varla að ég nenni að taka lengur þátt í þessum sparðatíningi þarna uppfrá, sennilega er það fleirum fyrir bestu að draga andann djúpt, róa sig svolítið og ræða málin eins og fullorðnir menn en ekki eins og smákrakkar. Fyrir utan það að bloggið er ekki góður vettvangur til að útkljá deilumál, menn eru hvassari og beinskeyttari á blogginu, ekkert kemur í stað umræðu augliti til auglitis.

Ég er ekki vanur svona samskiptum,  vil helst ekki eiga neitt sökótt við nokkurn mann, held að ég haldi mig á þeirri braut.

Mér er því bæði ljúft og skylt að biðja þig afsökunar á því að hafa látið að því liggja að þú værir á bak við þessa athugasemd.

Kveðja
Helgi frá Fossi

HP Foss, 10.4.2008 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband