Skaftárhreppur- griðland fuglanna

Mér hefur áður dottið í hug hvort við getum ekki friðað alla fugla í Skaftárhreppi, sleppt því að veiða nokkurn einasta fugl.  Fuglarnir eru hvort eð er ekki svo margir, bölvað ónæði af skyttunum, ljúgandi hver að öðrum um hver er með leyfi hvar, vaðandi um lönd heimamanna án þess að spyrja kóng eða prest.  

Ég held að það sé tímabært að íhuga þetta, allavega gagnvart þeim fuglategundum sem ekki gerir nokkurn hlut til þótt sé svolítið sé af í náttúrunni. Má þar nefna rjúpuna og andategundirnar allar. Skokkandarpörin á læknum heima hafa verið sjálfsagður hluti af tilverunni á Fossi hingað til en nú sjást þær ekki, vegna skotglaðra manna sem enganvegin geta hamið sig og sína drápsfíkn.  Gæsin á það til að gera usla í túnum en það er varla orð á því gerandi, frekar að álftin skemmi á vorin, en hún er nú þegar friðuð.

Prófum að friða hreppinn í svo sem 4 ár, sjáum hvort þessi unaðsreitur verði ekki enn betri, þar sem náttúran og maðurinn eru í fullkominni sátt.

Kv-Helgi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdi Kaldi

Heyr, heyr.  Ég sé einhvern vegin ekki sjarmann í því að skjóta endurnar sem dóla um á bæjarlæknum.  Finnst það nú frekar skrýtið sport, verð að segja það.  Spurning hvort Óskar er sammála :-)  Fór suður í Landbrot fyrir nokkrum vikum og keyrði þá fram á risastórann amerískan pallbíl sem dólaði eftir veginum.  Þegar betur var að gáð þá sá ég að félagi mannsins labbaði á skurðbakkanum rétt hjá tilbúinn að skjóta á allt kvikt.  Þetta var ca 100 m frá næsta bæ.  Mér finnst þetta eins og ef einhver færi að skjóta endurnar á læknum hérna í Hafnarfirði.  Held að það yrði nú uppi fótur og fit ef að við félagarnir myndum gera okkur líklega í það.

Valdi Kaldi, 1.4.2008 kl. 18:15

2 identicon

Látiði nú slag standa og geriði smá usla í Bæjarfélaginu !

Jónki (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 20:58

3 identicon

Sæll Helgi, gaman alltaf að les bloggið þitt. Ég varð auðvitað fyrir árás fullvaxina vörubílstjóra og ber þess ekki bætur. hehe. Enn ég er hjartanlega sammála þér í því sem þú ert búinn að vera að segja um smáfiskadrápið og að vera að plokka fugla þarna. Er virkilega ekki hægt að taka fyrir þetta með góðu móti.? Nú ef ekki þá er bara að mótmæla í Ártúnsbrekkunni. hehe.

kær kveðja frá Véunum til Fossins.

Brói

Brói (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 21:15

4 Smámynd: Karl Tómasson

Við Mosfellingar drepum ekki fugla. Við reysum fuglaskoðunarhús.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Tungunni.

Karl Tómasson, 2.4.2008 kl. 13:37

5 Smámynd: HP Foss

Já, þið eruð vel í sveit settir að því leitinu,Mosfellingar, hvort sem er bannað að skjóta innan bæjarmarkanna.  Gaman verður að fylgjast með þér skrásetja fuglana sem heimsækja ykkur Mosfellinga. Margir fuglar koma þar við á hverju ári og sumir jafnvel setjast það að.  Sumir hafa þar vetursetu, dvelja á uppeldisstöðvum sínum um sumartímann.   

HP Foss, 2.4.2008 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband