Malbikið burt

Það er komið að þvi að við tökum upp malarvegina á ný. Gömlu góðu malarvegirnir verða það sem við eigum eftir að venjast á ný, vegirninr semvoru með sínum ávölu og formfögru holum, sem hver hafði sinn karakter. Hverri einustu holu þurfti maður að kynnast vel, það vel að ekkert gæti komið í veg fyrir samlyndið á milli hennar og ökumans. ´

Með þessu næst verulegur ávinningur. Ökuhraði minnkar og þar með alvarlegum slysum, dekkja og bifreiðaverkstæði landsbyggðarinnar blómstra sem aldrei fyrr, svifrykið breytist úr tjörujukkinu i vistvænt ryk, mold og drullu.

Vegir landsins eru nefnilega að eyðileggjast með síauknum landflutningum, sem eru tilkomnir vegna aflagningar strandflutninga.  Undirlag veganna eyðilegst í titringi þungaflutninganna, slitlagið gefur sig og lífshættulegar holur myndast. Þessar holur eru allt annarara tegundar en þær gömlu góðu sem við þekktum, skarpar brúnirnar á hyldjúpum skelfingunum stórskaða bifreiðarnar þegar þær, á ofsahraða skella með látum þar á . Auðveldlega getur slík bylta endað með skelfingu.

 Já, enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, blessaðir malarvegirnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband