Að kaupa sér konu.

Þegar ég var yngri sá ég að menn kepptust hver um annan þveran við að ná sér í konu. Eltust við hvern gripinn af öðrum, suma væna en aðra ófrýnilega. Leit þessi var aldeilis ónákvæm og undir hælinn lagt hvernig þeir svo reyndust, þegar á hólminn var komið. Snoppufríðar stelpurnar áttu það til að vera hinar verstu húsmæður, félagarnir hurfu eins og dögg fyrir sólu. Snoppan hafði oftar en ekki breyst úr því að vera þessi undurfríða, undirgefna, dæmalaust skemmtilega stelpa í að vera drulluskítug, snarvitlaus, hundleiðinleg forynja þegar heima var komið og búið að slá undir plötuna.

Ég ákvað að fara aðra leið. Yfirleitt, áður fyrr og hingað til, fyrir utan þetta eina tiltekna atriði, tek ég röngu leiðina. ( Sbr síðastliðna helgi). Ég sá hve illa gat farið fyrir félögunum í þessum darraðardansi, hversu langt þeir gátu leiðst í átt til glötunar, einungis vegna lélegrar skipulagningar og kæruleysis. 
Ég fór að kíkja á karlmennina í kringum mig. Fór á stúfana og leitaði að vel útlítandi karlmönnum sem geisluðu af fegurð og hamingju. voru snyrtilegir til fara, áttu falleg börn og stífbónaða jeppa. Þegar ég var búinn að finna draumaprinsinn, hávaxna, stælta kappann sem nánast sveif um í stað þess að ganga, lét ég til skara skríða. Þetta var greinilega maður í góðu jafnvægi, maður sem var sáttur við Guð og menn. Hann hlaut að eiga góða konu. Um það var ekki ágreiningur.
Það er skemmst frá því að segja að ég einfaldlega bauð betur í konuna en hann.
Þetta er mín kona í dag og er ég afar sáttur. En um leið og hún fer að slaka á , þá má hann fá hana aftur.

Svona gæti saga Stöðvar tvö litið út ef sá miðill þyrfti að ná sér í konu, getur ekki látið sér detta í hug að finna sér sitt eigið efni heldur vill aðeins það sem Ruv á. Tek þar enska boltann og formúluna sem dæmi, þætti sem ég horfi ekki lengur á .

Svei Stöðvar tvö mönnum og megi þeir skammast sín!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér með Stöð 2, helvítis bjánar, áhorfið á eftir að minnka um helming, á Formúlunni !!!

Jónki (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 16:30

2 Smámynd: HP Foss

Horfekkjá Sýn

HP Foss, 20.3.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband