Valdi söngfugl ættarinnar

Þá er það ljóst að Valdi er söngfugl ættarinnar. Sigraði könnunina í ótrúlega spennandi kosningaslag. Ólafía frá Fossum hreppti annað sætið en Landbrotslordinn og krumlukreistarinn Dandri það þriðja.
Valdi er líklega að njóta fornrar frægðar en eins og margir muna var hann aðalsprautan í hljómsveitunum Volvo og Baggabandinu.  Bönd sem spiluðu flestar helgar á sumrin og var undantekningalítið fullt hús þar sem þeir voru.  Allavega fullt fólk.
Ólafía hefur á hin bóginn verið yfirvegaðri í sínum söng,  syngur ekki nema það sé pípuorgel í undirleik en syngur þá reyndar hátt.
ÉG veit ekki til þess að Davíð Andri geti sungið.
Valdi 29,3%
Óla 24,4%
Davíð Andri 19,5%

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdi Kaldi

Enn og aftur lýsi ég megnu vantrausti á þessa kannanir hjá kallinum.  Eins og allir vita syng ég ekki nema ég sé orðinn alveg dauðadrukkinn og þá hljómar söngur nú yfirleitt ekki sérstaklega vel nema áheyrendur séu í sama ástandi.  Tengdamamma syngur hins vegar eins og engill og á öll sín atkvæði fyllilega skilið.

Valdi Kaldi, 3.3.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband