Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Konudagur- dagur kellinganna.
Konudagurinn er liðinn. Líka Valentínusardagurinn. Legg þá að jöfnu, tek ekki þátt í uppgerðarfyrirlitningu þeirra sem segja nóg komið af því að apa alla skapaða hluti eftir kananum. menn belgja sig og sperrast allir við, segjast ekki taka þátt í svona vitleysu. Stökkva svo uppí jeppann sinn og aka í bíó til að horfa á Die Hard 7. Jeppinn stendur þó uppúr öllu sem frá Kananum hefur komið.
Ég læt þó þessa daga líða sem hljóðlegast hjá og fer mér að engu óðslega. það er ekki vegna þess að ég sé með ofnæmi fyrir þessum dögum, það er vegna þess að það passar ekki hrjúfa persónuleika að fara í búð og kaupa eitthvað fyrir mína konu til að gefa henni á einmitt þessum dögum.
Geri það frekar einhverja aðra daga, slepp þannig við kjánahrollinn og hrútafýluna í troðfullum blómabúðum þar sem hver keppist við annan til að komast sem fyrst út undir bert loft, nývaknaðir eftir fyllerí gærdagsins, þar sem þeir eru að drepast úr móral vegna þess sem þeir sögðu við stelpuna á símanum á trúnaðarskeiðinu um 5 leitið.
Nei, verum frekar það sem við erum skapaðir til, verum karlmenn og leyfum konunum að vera kellingar.
Athugasemdir
Var það ekki þessi Valdís sem kom með þennan Valhnusar dag hingað?
Óttalega er ég sammála þér Helgi minn, þetta er nú meira ruglið. Ég gef konu minni blóm þegar mér dettur í hug.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 26.2.2008 kl. 13:08
Ég gef sko konunni minni aldrei blóm. Henni þætti það örugglega mjög grunsamlegt ef ég myndi allt í einu birtast með blómvönd.
Valdi Kaldi, 2.3.2008 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.