Truntur

Það er með ólíkindum hvað truntur virðast safnast á sömu staðina.  Hópar þessir eru ekki árennilegir öllu jöfnu, hver truntan slær aðra, engin samstaða til staðar, með öllu óskiljanlegt að skaparinn skuli setja þær svo margar saman á sama staðinn.

Hverju truntustóði tilheyra nokkur góðmenni. Eru jafnan bældir og þjakaðir af ofbeldi truntanna og sér gjarnan á þeim. Ef ekki líkamlega, þá pottþétt andlega. Bældir líða þeir um grundir í leit að æti, koma heim á kvöldin með afraksturinn, þreyttir og illa til reika. Tekur þá næsta verkefni við, að moka undan truntunum og fóðra þær.

Svona stóð  ferðast mikið. Fer sveit úr sveit og bergmálar í hömrum þegar það fer um og undir tekur í hólum. Fáir standast slíku stóði snúning en þeir sem það gera, eru í góðum málum. Hingað til hef ég aðeins frétt af einum slíkum.

Sundurlyndi truntanna stendur þeim fyrir þrifum og veldur því að þær eiga erfitt með að samlagast venjulegum hópum og sífellt fleiri heltast úr lestinni og gerast venjulegar frænkur.

Mér þykir vænt um svona truntur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Hrein og klár mistök, ég setti þig inn en þú hefur dottið af listanum. Ég laga það.

HP Foss, 30.1.2008 kl. 21:36

2 Smámynd: HP Foss

Sorry Halla. Fossatrunturnar fylla gerðið. Kem ekki fleirum fyrir. Veit ekki hvað það merkir.

HP Foss, 30.1.2008 kl. 21:44

3 identicon

Amma verður ánægð núna. engar truntur hjá Maríu kl 18,38

solla (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 18:33

4 identicon

Truntur eru bestar, skemmtilegastar og sætastar

Íris trunta (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 20:30

5 Smámynd: HP Foss

Eitthvað er þessi könnun skrítin, Jóna Hulda er komin með atkvæði en Eva ekkert?? Eitthvað ekki að stemma.

HP Foss, 1.2.2008 kl. 08:39

6 identicon

Íris er greinilega að rúlla þessari turntukepni upp er það gott eða slæmt

Laufey (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 11:13

7 identicon

Ég var farin að halda á tímabili að þeir sem voru að kjósa þekktu viðkomandi ekkert. Í fyrstu var t.d. Lára fyrir ofan Írisi :) og svo Jóna Hulda fyrir ofan Láru. Það sjá þeir sem til þekkja að þetta er svo fráleitt. En dætur Maríu nei, þær komast ekki á blað. Eru allir hræddir við þá gömlu. Maður er farin að halda það. En nú sé ég að þetta er allt að lagast. Mér er létt.

kv. ÓD.

Óla (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 15:16

8 Smámynd: HP Foss

Þessar konur eru í fjölskyldu minni, engin þeirra fer í taugarnar á mér. Þar sem þú þekkir þær ekki, gefur þú engri þeirra atkvæði þitt.

HP Foss, 3.2.2008 kl. 14:08

9 identicon

Bíddu n

Íris (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 19:13

10 identicon

Bíddu nú við...halló halló!!!
Hvað er að gerast í þessum kosningum? Ég hélt að Díana væri að taka þetta!!!

Íris (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 19:14

11 Smámynd: HP Foss

Vá! Hún náði að stama á netinu??

HP Foss, 3.2.2008 kl. 22:31

12 Smámynd: Karl Tómasson

Eina frægustu skilgreiningu á þessu átti Jack Elson. 

Þar sem truntan fer, þá er lítið eftir til skiptanna nema allir taki þátt.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm. 

Karl Tómasson, 3.2.2008 kl. 23:38

13 Smámynd: HP Foss

Það er nefnilega heila málið Halla. Það er bara svo vont hvað maður er misskilinn af öllu fólkinu sem þekkir mann ekki, það heldur að maður sé síbölvandi.

Ev við þekkjum hvert annað, við sem þekkjumst.

HP Foss, 4.2.2008 kl. 00:01

14 Smámynd: Valdi Kaldi

Hver ætli sé þessi eini sem stóðst truntunum snúning?  Hann hlýtur að vera með mikið jafnaðargeð sá ágæti maður.

Valdi Kaldi, 4.2.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband