Auðvitað!

Amma mín telur það merki um slaka eiginkonu ef hún veit af körlum í húsverkunum.

Og amma mín er merkilegasta manneskja sem ég  hef kynnst hingað til.


mbl.is Konur vinna enn flest húsverkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Njörður Lárusson

Faðir kunningja míns, var vanur að tilkynna konu sinni, hvenær hann ætlaði að fara að sofa.  Það var af þeirri tillitssemi, að hún gæti þá farið og dregið ábreiðuna og sængina frá, svo hann gæti lagst, án þess að hafa þá fyrirhöfn.   Ef honum líkaði ekki maturinn, sagði hann einfaldlega: "Þetta er vont", og beið þess að vera borið eitthvað betra.   Eitt sinn var hann hjá syni sínum að hjálpa honum við eitthvað, og svo kom að það þurfti að gá að einhverju í kústaskápnum.  Þar stóð kvartfull brennivínsflaska í hillu.  Það var honum algjört hneyksli..."Hver leyfir svona"!    Þessi karl, er sko örugglega af sömu kynslóð og amma þín Helgi. 

Njörður Lárusson, 24.11.2007 kl. 18:50

2 Smámynd: HP Foss

Já, það er ekki allt betra nú á tímum.

HP Foss, 25.11.2007 kl. 14:35

3 identicon

Mikið rosalega hlýt ég að vera ömurlega slök eiginkona.  En ég hugga mig það að amma nafna í Svínadal þoldi aldrei og fannst það ósanngjarnt að vera stelpa og þurfa hanga inni alla daga í húsverkum á meðan strákarnir fengu að vera úti í útiverkum og öðru skemmtilegu, og hún er fædd 1905.  Þannig að ég veit að hún er stolt af mér og öfundar mig, fyrir að geta unnið við að keyra trailera og trukka, jafnframt því að eiga góðan mann sem hjálpar til inn á sínu heimili.  Ég efast ekki um að hún myndi vilja vera ung á 21. öldinni.  Annars finnst mér fólk á gamals aldri vera eitt merkilegasta fólkið í kringum okkur.  Endalausir brunnar af gömlum sögum, tilvitnunum og speki.

Ágústa Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 19:39

4 Smámynd: HP Foss

já. Ég sé að þið skiljið mig. Amma mín er laaang best.

Og hún er ekkert að þykjast með þetta. Hún er algerlega ómenguð sál.

Mikið betri en við getum nokkurn tíman orðið.

HP Foss, 27.11.2007 kl. 20:22

5 Smámynd: Karl Tómasson

Við verðum að reyna Helgi minn.

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 28.11.2007 kl. 14:21

6 Smámynd: steinimagg

ömmur okkar eru snillingar

steinimagg, 1.12.2007 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband