Þriðjudagur, 20. nóvember 2007
Mosfellsk kvos/ skaftfellsk kvos
Misjafnlega er gæðum landsins skipt. Það sem á einum stað er talið dásamlegt, er á öðrum stað talið til afganga.
Í Mosfellssveit er mikið rætt um Kvosina svokölluðu, sem kennd er við Álafoss. Við förum ekki út í þá sálma núna, en foss er þetta nú kallað. Þar keppast menn við að eiga heima og ef menn geta ekki átt heima þar, þá vilja menn vinna þar. Og ef halda skal hátíð í Mosfellssveit, þá kemur Kvosin fyrst í huga manna. Þar gæti verið gott að flatmaga og velta sér með börnunum daglangt.
Í Landbrotinu er einnig svona kvos. Í henni eru 365 steinar, einn fyrir hvern dag.
Var þar framkvæmd aðgerð sem eðlilegt er að gera einu sinni á dag.
þar er ekki dvalið frekar en nauðsynlegt þykir.
Athugasemdir
Þetta er afskaplega fallegt allt Helgi minn og ekki spurning þegar öllu er á botninn hvolt þá gerist það oft að ótrúlegustu hugmyndir koma í kollinn. Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að margt smátt geri eitt stórt þrát fyrir að um það sé deidar meiningar. Góður vinur minn sem bjó lengi á Stöðvarfirði með fyrrverandi konu sinni, (hann býr nú á Patreksfirði) sagði oftar en ekki að þetta væri alltaf jafn vitlaust. Hver á að geta sannað það að mörg hrísgrjón verði eitt stórt var alltaf hans mottó.
Ég átta mig nú ekki á þessu hjá Hjördísi!!! Afhverju ekki?
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Kvosinni.
Karl Tómasson, 20.11.2007 kl. 20:24
Já, hann frændi minn hafði ekki aðgang að salerni, þannig að hann notaði þessa kvos og þegar árið var liðið var orðið í lagi að lyfta steini no 1.
Ekki gott að var lengi í þeirri kvos, ,,heldur.
HP Foss, 20.11.2007 kl. 22:05
Alveg rétt Hjössa mín, ég reyndi af veikum mætti að lagfæra færslu mína eftir óeigingjörnum ábendingum þinum, hreytti ónotum í þíg fyrst, skammaðist mín síðan og eyddi því út og ábendingar þínar fóru sömu leið.
En hafi mér sárnað, þá er það ekkert á við það sem þú berð á mig nú, að vera sveitungi eða frændi mans sem er ættaður af austasta horni austursýslunnar og hefur það að markmiði að níða skóinn af sameiginlegum vini okkar.
Ég vil ekki gangast við honum og það er sennilega gagnkvæmt.
HP Foss, 21.11.2007 kl. 00:05
æ þið eruð svo ágæt :)
Laufey (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.