Flugvél lendir í bæjarlæknum.

Ég stökk út í gluggann því hvinurinn var mikill. Helvíti mikil bumba kom svífandi og með ótrúlega miklum látum flaug hún fyrir norðan gamla bæinn og snéri við út við Stóra Hvamm. Kom síðan á fullu blasti og stefndi beint í fossinn, fór þar lóðrétt upp fyrir brún, þá á hvolfi til suðurs og þannig í nokkra hringi og alltaf neðar og neðar. Svo kom að því að hún skall til jarðar, beint ofaní lækinn með skelli. Engan sakaði en ég verð að segja alveg eins og er að svona helvítis draumar eru nú ekki beint til hvíldar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Þetta er söguleg nútíð Helgi minn og auðvitað var manni brugðið í fyrstu en það er gott hvernig þetta fór nú allt saman.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 20.11.2007 kl. 12:38

2 Smámynd: HP Foss

Hvaða helvítis rugl er þetta í steit mosans. Allir fastir í staðnaðri fortíð með núliðinni þátíð?
"Hverlags eiginlega er þetta?", var nú einu sinni spurt við misjafnar undirtektir hvumpinna kvenna í Mosfelssveit.

HP Foss, 20.11.2007 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband