Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Hræddur umhverfisráðherra.
Skelfing var að heyra að umhverfisráherra skyldi senda fyrirhugaða virkjun Dalsbóndans í umhverfismat. Maðurinn er búinn að leggja þvílíka vinnu í allskonar rannsóknir fyrir hinar og þessar nefndirnar að mann algerlega blöskrar. Og umhverfisráðherra tekur sér marga mánuði í að hugsa málið, hvort eða ekki skuli þessi heimarafstöð fara í umhverfismat.
það kom fram í fréttum að hætta væri á verulegum spjöllum á Skaftáreldahrauninu við lagningu vegar meðfram Hverfisfljótinu inn í Hnútu. Ja, þvílíkt bull. Hún ætti að fara á staðinn og skoða aðstæður, áður en hún lætur svona vitleysu frá sér í sínu nafni.
Ég held að við séum að sigla inn í umhverfi þar sem umhverfðir umhverfissinnar halda ráðamönnum þessarar þjóðar hreðjataki, þannig að þeir þora sig ekki að hreyfa nema þessu fólki þóknist.
Svona vinnubrögð eru ráðherra til skammar.
Athugasemdir
Svo er eitt dálítið skrýtið. Það má ekki leggja hestagötu úti á landi án þess að það þurfi að fara í umhverfismat og hvað og hvað en svo opnar engin vinstri grænn munninn þó svo að allt land í nágreni höfuðborgarsvæðisins sé bara malbikað. Það er fullt af fallegum stöðum í nágreni okkar hérna fyrir sunnan sem hafa verið eyðilagðir. Sjáið þið td. Vallahverfið í Hafnarfirði. Ef að sótt hefði verið um að fá að byggja þetta hverfi austur í Eldhrauni þá hefði svarið örugglega verið þvert nei en allt í fína lagi fyrst það er hérna fyrir sunnan. Þá sjá menn í gegnum fingur sér með alla skapaða hluti sem snúa að umhverfisvernd (nema í einum dalverpi hjá Kalla í Mosó). Mér finnst þetta óréttlæti á háu stigi.
Valdi Kaldi, 15.11.2007 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.