Föstudagur, 9. nóvember 2007
Hryllingur
Til hvers í ósköpunum er verið að búa til myndir þar sem allt virðist snúast um að myrða hvern annan á sem hrottafengnasta hátt? Á Skjá einum er kvöld eftir kvöld verið að sýna svo ógeðfelldar myndir að mér algerlega ofbýður. Hvað fær menn til að búa þennan viðbjóð til? Hvað fær menn til að kaupa þetta og sýna í sjónvarpinu? Hvað fær síðan menn til að horfa á þetta, svona líka algerlega viðbjóðslegasta óskapnað sem maður hefur séð?
Mér ofbýður þetta helvíti.
Athugasemdir
Þetta er alveg rétt hjá þér Helgi. Mann setur stundum hljóðan, og hugsar, hvaða tilgangi þjónar þetta eiginlega. En því er auðsvarað: Hryllingur selur, og salan er ekkert smáræði. Þorsti almennings í meiri viðbjóð í sjónvarpinu virðist óslökkvandi. Svona efni er framleitt að teknu viðmiði til áhorfskannana. Niðurstöður áhorfskannana eru grundvöllur kostunar sjónvarpsefnis, og svo auglýsingasölu, fyrir og eftir sýningar. Er þetta þá blóðþyrstri alþýðunni að kenna, að njóta þess að horfa á þetta? Hvernig stendur á því að fólk glápir á svona þætti. Jú, þeir enda í yfirgnæfandi meirihluta með því að rættlætinu er fullnægt. Óþverrarnir komast undir hendur réttvísinnar, og þar með "Hollywood end". Það er mikill iðnaður í US á bak við svona framleiðslu, og jafnvel heilu sálfræðingagengin í samvinnu við handritshöfunda, að finna út hvað gengur best í meðaljóninn, sem þarf að streða daglangt til þess að hafa í sig og sína. Spáið í það, næst þegar þið horfið á lögregluþætti sem ganga út á viðurstyggilegt athæfi. Hvar er verið að höfða til almennrar meðaumkunar, hefndargirni, fordóma, eða einhverra annarra tiltekinna gilda í samfélaginu, og hvernig endar svo sápan ?
Njörður Lárusson, 10.11.2007 kl. 00:06
Hvaða helvítis helvíti var þetta, andskotinn?
Sendi hugheilar kveðjur úr Mosfellsbænum.
Karl Tómasson, 11.11.2007 kl. 13:29
Þú ert svo mikið blóm ...
Rúnarsdóttir, 11.11.2007 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.