....

Það kemur mér stundum á óvart hvað ég á góða konu.  Stundum er ég alveg að gefast upp á henni, finn henni flest til foráttu, til fárra hluta nytsamleg. Skil ekkert í sjálfum mér að nenna að dröslast með hana svona algerlega í eftirdragi. Augu mín opnast þó stöku sinnum og er einna mest þegar ég sé muninn mínum högum og högum félaganna. Þeir virðast margir hverjir fáu ráða um sitt eigið líf,  taka ekki ákvarðanir einir, eru skikkaðir til að raða sínum hlutum eftir því hvernig kerlingunum þóknast.  Undanskil ég eðlilegt samlífi fjölskyldna.

Mikið svakalega er ég eiginlega heppinn með konuna mína, hugsa ég þá, lít til baka og finn að ég get gert akkúrat það sem mig langar til, fer austur þegar mig langar, á fjöll þegar mér dettur í hug, smala eins oft og þörf er á, allt saman ein með sjálfum mér, með ótrúlegum skilningi konunnar geri ég þetta árum saman. Endalaus þolinmæði hennar í minn garð vekur mig til umhugsunar, slíkan kost eiga fáir til að státa af og hreinlega með ólíkindum að hún skuli ekki fyrir löngu vera búin að finna sér almennilegan mann.

Eða eins og amma mín sagði : "Helgi, þú skalt þakka Guði fyrir að eiga svona góða konu"
Og ég spyr: Hvað gerði þá Ragnhildur af sér??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdi Kaldi

Jæja, kallinn orðinn eitthvað neðarlega í punktum?

Valdi Kaldi, 4.11.2007 kl. 20:54

2 Smámynd: Karl Tómasson

If you love somebody set them free, söng Sting í frábæru lagi og texta, minn kæri Helgi. Hlustaðu á þetta lag á youtupe.

Með bestu kveðju úr Kvosinni frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 4.11.2007 kl. 20:54

3 Smámynd: Karl Tómasson

Afhverju er Valdi hættur að heimsækja mig?

Valdi, Valdi, Valdi. Nú kveiknar ljósið. Valdi, Valdi, Valdi.

Karl Tómasson, 4.11.2007 kl. 20:58

4 Smámynd: HP Foss

Punktarnir voru búnir, nú er ég kominn með fullt hús stiga og get hafist handa/ barða.

Valdi á sennilega sjaldan erindi í Mosfellssveitina.

HP Foss, 4.11.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband