Alvöru Skaftfellingar

 Ég er búinn að fara svo oft í sveitina mína í haust að ég er farinn að ruglast á því hvar ég er, þar sem ég flatmaga á kvöldin í sófanum. Stóð mig að þvíum daginn að rjúka upp til að athuga hver væri að koma í heimsókn. Áttaði mig fljótlega á því að þetta var aðeins ljósastaur sem sveiflaðist um í vindinum, en að öðru leiti pikkfastur í malbikinu á Hlíðarbrautinni. Var ekki bíll á fullu spani upp traðirnar. Ég hlýt að hafa verið rétt í þann mund að blunda, allavega leið mér afskaplega vel.

Átti frábæran dag um daginn austur á  Fossi, þar sem við smöluðum heiðina, Fossmenn, menn sem maður getur reitt sig á koma til dyranna eins og þeir eru klæddir, og þeir eru vel klæddir. Léttir i lundu, frábærir kallar.  það er gott að þekkja menn svona vel og finna að þeir þekkja mann jafnvel betur en maður þekkir sig sjálfur.  Vita um alla takkana á manni og ýta á þann sem hentar best hverju sinni. 
Þeir eru alvöru Skaftfellingar
Heiðarsmölun 3 002


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdi Kaldi

Ótrúlega satt og rétt og með ólíkindum vel orðað.

Valdi Kaldi, 30.10.2007 kl. 23:56

2 Smámynd: Kristín Jónsdóttir

Þar karlar í krapi

klæddir að skapi

og alls engar kellingar.

Svo léttir í lundu

á ljúfri stundu,

alvöru Skaftfellingar.

Kristín Jónsdóttir, 31.10.2007 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband