Fjaðralaus og magur?

Hverjum þykir sinn fugl fagur, þó hann sé bæði fjaðralaus og magur, segir amma mín. Hún er vön að segja aðeins það sem rétt er,  annars segri hún bara ekki neitt.  Mér duttu þessi orð hennar í hug áðan þar sem ég stóð og var að dásama fjöllin mín, hvursu fögur þau væru og tignaleg.   Hugsaði með mér, hvílik fegurð, hvíllíkar dásemdir. 

Var þá sem sagt hugsað til hennar ömmu minnar, því það er myrka þoka og sér ekki nema uppí miðjar brekkur. En  ég veit að þau eru þarna í þokunni.

Það er samt gott að þetta skuli vera svona, með fuglinn og fjaðrirnar, því ekki verður konan alltaf nítján ára . Ha?Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Jónsdóttir

Já það týnast víst af okkur skrautfjaðrirnar með aldrinum, en sitja þá ekki bara sterku flugfjaðrirnar eftir og við förum loksins að komast á flug svona mögur og spengileg eins og við erum ?

kveðja í sveitina, kysstu fuglinn frá mér, Stína.

Kristín Jónsdóttir, 20.10.2007 kl. 18:34

2 identicon

Já við erum líka fallegar í þokuni

Laufey (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 22:48

3 identicon

Verður maður bara ekki þroskaðri með aldrinum!! Reyndari og til allra hluta nýtanlegur annað en þegar maður var 19.ára,óþroskaður og kunni ekki neitt. Það má ekki bara horfa á útlitið ha ha. Það er svo rosalega margt þarna inni líka!!

Ég held að hún Ragnhildur skoði aldrei þetta blogg þitt,annars ættir þú hvergi heima!!

Sigrún Inga (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 09:20

4 Smámynd: Rúnarsdóttir

Amma mín segir alltaf "lúsugur og magur" ... en það er víst ekki eini munurinn á Flóamönnum og Skaftfellingum.

Rúnarsdóttir, 25.10.2007 kl. 12:35

5 Smámynd: Karl Tómasson

Esjan er alltaf jafnfalleg og hún var þegar hún var 19. Þetta er örugglega vegna grjóthrunsins úr fjöllunum í kringum þig sem gerir það að verkum að þau eru ekki lengur eins og 19, heldur eins og hálfsköllóttur kall með stórar bólur langt niður fyrir mitti.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 25.10.2007 kl. 15:36

6 Smámynd: HP Foss

Ja, ekki eru nú bæjarmálin beint að fara vel í trymbilinn. Hljómar nú frekar eins og tomm tomm, án bréfs og límbands.

HP Foss, 25.10.2007 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband