....

Í skólanum mínum í gamla daga voru frímínúturnar  það sem beðið var eftir . Ekki ósvipað  og í dag.  menn þustu út og ærsluðust allan tíman sem mest þeir máttu.  En það eina sem stefnt var að vara að kaupa fótbolta. Allt snerist um að kaupa bolta, í margar vikur á haustin. Bolta skyldi kaupa og var þegar það var í höfn var heldur betur kátt í höllinni, hjá fótboltaunnendum. Þeir byrjuðu á því að skoða gripinn, í krók og kring og ekki vantaði að fallegur vara hann alltaf.

en það var ekki jafn kátt í höll þeirra sem ekki stunduðu þetta sport.  Maður mátti þakka fyrir að komast óslasaður út út kelfunum, slík voru dúndrin. Og ef maður  var svo óheppinn að þeurfa að fara í leikfimi í næsta tíma eftir frímínútur, þá var þjarmað að manni af fótboltabullunum sem voru á vellinum.

Hefði ekki verið betra að kaupa eitthvað annað?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnarsdóttir

Hvað með óvissuferðina??

Rúnarsdóttir, 11.10.2007 kl. 13:13

2 identicon

Sæll Helgi

 Var að velta því fyrir mér hvernig þú færir að því að skrifa í gestabókina á Klaustur.is ............ ég fæ aldrei upp helv,........ gluggað til að skrifa commentið í  hef ekki getað skrifað þarna í marga mánuði kannski bara búið að loka á ip töluna mína vegna stöðu minnar í póitík .............hefur oft langað að leggja orð í belg en aldrei komist að ...... Ertu kominn í vhf samband?  Djöfull eru þeir búnir "að drulla á bitann" í Orkuveitunni og RRRRRRRRRRRRRRRRRR - listinn kominn aftur til valda.

kv úr öben

Broddi (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 19:21

3 Smámynd: HP Foss

Já Broddi minn, það er von að þú finnir það ekki, það á einfaldlega að skrolla niður um nokkrar tommur á gestabókinni, ekki velja að "skrifa", þar er glugginn. Já,já, vhf samband um allar jarðir maður.

HP Foss, 12.10.2007 kl. 14:34

4 identicon

Er bara búið að leggja niður gestabókina á klaustur.is!!! Þannig er náttúrlega langbest að losna við þennan óþjóðalýð sem er fluttur til Reykjavíkur og á ekki að hafa neinar skoðanir á Vestur-Skaftafellssýslu hmmmm. Þetta er örugglega einhver aðfluttur sem hefur lagt hana niður.....fattar ekki að það er ekki hægt að þagga niður í okkur ha ha ha. Höfum aldrei kunnað að þegja!! Bloggið þitt Helgi er líka svo rosalega skaftfellskt að það dugar manni alveg og svo er það líka svo miklu skemmtilegra

Sigrún Inga (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 12:05

5 Smámynd: HP Foss

Þetta hljóta að vera tæknileg mistök, mistök sem starfsfólkið á hreppsskrifstofunni leiðréttir.  Fólkið þar er alveg sérstaklega fínt.

HP Foss, 14.10.2007 kl. 20:52

6 Smámynd: Valdi Kaldi

Hvað hefðir þú viljað kaupa?  Glímubelti?

Valdi Kaldi, 14.10.2007 kl. 22:41

7 identicon

Sæll aftur Helgi.

Þetta er ekki svona einfalt hjá mér, var búinn að skrolla út og suður um alla Síðu.... og finn ekkert þetta var svona líka þegar ég var á Klakanum og nú hefur það en versnað og nú get ég ekki einu sinni lesið gestabókina. sé einungis hverjir hafa skrifað en get ekkert opnað.  Annars allt þolanlegt héðan ég skrapp til Skjaldar um helgina (í sveitina)og drengurinn er búinn að fá vinnu hjá Rolls Roys Marine í Alaborg og hefur árstekjur eins og meðalbú  í  Skaftárhreppi.....

jæja nóg bull í bili kv BH

Broddi (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 19:38

8 Smámynd: HP Foss

Já, þetta er víst Klaustur í dag, lok, lok og læs og allt í stáli, lokað fyrir bullusterta að sunnan.
Á maður eftir að sja´þig á Rolls?
Hvernig er annars að vera á Danmörku?
Við Valdi vorum að reyna að sjá þig fyrir okkur á reiðhjóli, það var ekki fögur sýn.

HP Foss, 15.10.2007 kl. 23:14

9 identicon

Hér  er ágætt að vera en auðvitað helvíti hátt hlutfall af "illa hærðum vængjaláfum" eins og fyrrum nágranni þinn hefði orðað það......og ég er vitanlega búinn að kaupa mér hjól og er að reyna að finna nothæfan dúfnakofa til að búa í  hér en það eru kallaðar íbúðir hér með wc í einum fataskápnum og herlegheitin kosta aðeins 15 millur amk.  Verð nú sennilega ekki á Rolls alveg á næstunni það væri frekar risaferja því að þeir hjá rolls eru að framleiða og setju upp skrúfu og stýrisbúnað í svoleiðis græjur út um allan heim Skjöldur fær að ferðast alltfrá Singapúr ,Afríku og til Kína við uppsetningar og viðhald á þessum græjum Stórum græjum td.  svokölluðum jet drifum alltað 24MW(ca 30000hp) sem dæla í gegnum sig 20m3/sek (jafnmikið magn á sek og fer í gegnum hverja túrbínu í Kárahnjúkavirkjun.)

kv BH 

ps. getur kíkt á  missstinabloggar.is og séð fréttir af okkur þar.

Broddi (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband