"Bloggvinir"

Voða eru menn að taka þetta blogg alvarlega.  Einhver kona á blogginu agnúast útí mann sem eyddi henni út af blogvinalistanum? Skoðanaágreiningur var ástæðan??

Sumir telja það dónaskap að hafna óskum um þessa vináttu, hvað þá að slíta henni.

Kommon, hvaða rugl er þetta? Ég eyddi af mínu bloggi nokkrum sem voru titlaðir bloggvinir, ég leit ekki svo á að þetta væru sérstakir vinir mínir, ég legg anann og meiri skilning í hugtakið vinur en að nóg sé að vera með krækju hver á annan.  Voru þetta þó menn sem ég hef nokkrar mætur á.  Vissulega er þetta þægilegt til að fylgjast með skrifum sem maður hefur áhuga á en vinátta er held ég fulldjúft í árinni tekið. Nær væri að þetta héti einhverju öðru nafni.

Ég áskil mér rétt til að hafna þeim sem óska eftir að gerast mínir bloggvinir, sýnist mér svo, og hana nú!

Ekki það að þeir bíði í hrönnum. Smile ( Set broskarl til að sýna í hvernig skapi ég er)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Jónsdóttir

Ég tók það bara nokkuð nærri mér þegar þú læstir blogginu. Fannst ég bara virkilega hafa misst góðan vin, enda þú einn af mínum fáu "útvöldu" bloggvinum. Auðvitað velur maður sér vini sjálfur..... Heiður að fá að vera þinn

Kristín Jónsdóttir, 9.10.2007 kl. 21:57

2 Smámynd: HP Foss

Sömuleiðis, Stína. Auðvitað ert þú einn af sönnum vinum sem ert einnig bloggvinur. Svo eru til bloggvinir en maður þekki ekki neitt en virka samt vel á mann og eru vinalegir.

HP Foss, 10.10.2007 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband