Helga Sara í skóla

Oft er ég sakaður um að vera hranalegur í framkomu, að ég geti varla pantað pylsu nema með látum. Geti varla óskað fjölskyldunni góðrar nætur án þess að himinn jörð virðist vera að farast.
En mitt í öllum þessum misskilningi er þó alltaf einn sem ég á vísan, sem alltaf skilur hvað ég á við, þó málrómurinn sé mishár og andlitið misþrútið. Það er hann Pjakkur, hundurinn hans pabba.

En eitt er þó það sem ég á enn erfiðara með að skilja, það er að ég skuli í öðru orðinu vera kallaður hrotti en í hinu kelling. Kannski er það sú hlið karlmansins sem ekki er flíkað nema við hátíðleg tækifæri og þá helst þegar enginn sér. Nú sér mig enginn og því get ég með góðri samvisku upplýst þá sem vilja vita, hvað óskaplega það er skrítin tilfinning þegar börnin mans fara í fyrsta skiptið í skóla. Það var einmitt í dag sem dóttir mín mætti sinn fyrsta dag í skóla , afskaplega spennt og glöð en ég var eiginlega ekkert betri. Virkaði áreiðanlega hálfkjánalegur, hlaupandi um með myndavélina, kennararnum og nemendum til ama og dóttur minni sennilega til ævarandi skammar.

Hér situr hún út við gluggann og bíður þess að ég komi mér út úr stofunni.
En myndinni náði ég. Wink
24082007


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Tak fyrir það Hjördís en mín stelpa er fjær á myndinni, sú sem er nær er ekki dóttir mín, svo vitað sé.

Stefnuljós til hægri og vinstri.

HP Foss, 24.8.2007 kl. 17:35

2 Smámynd: HP Foss

Nei, ég held ekki.

Þetta var ekki Gildran, sem spilaði þarna. Ekki heyrðist mér það.

HP Foss, 25.8.2007 kl. 20:31

3 Smámynd: Rúnarsdóttir

Ég hef aldrei kallað þig hrotta.

Rúnarsdóttir, 27.8.2007 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband