Kvennamál

      
Með ólíkindum má víst teljast að maðurinn skyldi ná sér í konu og hvað þá eignast börn. Það er engu að síður staðreynd og það sem meira er , öll virðast þau mannvænleg og prúð. Meira að segja virðast þau myndarleg og eru menn þar ekki á eitt sáttir, hverju það skal þakka.
  
Eitt er þó víst. Það er ekki skaftfellskri kvenþjóð að þakka hvað börnin eru fín, né heldur að þau skulu yfirleitt vera komin í heiminn. Skaftafellssýslan hefur í þrjátíu og níu ár átt hug hans allan og erfitt yrði að finna þann mann sem þjáist af meiri heimþrá en þessi umsnúni undanvillingur Síðunnar. Vorin, með gróandann og dýrðina, þar sem hrossagaukurinn leikur við hvern sinn fingur, sumrin, með heyskapinn, útreiðartúrana, ádráttinn í Hólmunum, félagarnir allt um kring. Haustin, með afréttisferðirnar þar sem allir eru samstíga og sælir með sitt, féð rennur af fjalli líkt og lækir,  niður klifin þar sem golan ýfir hvíta ullina. Þetta er aðeins minningin ein og því aðeins hægt að velta sér upp úr henni og láta það gott heita.

Nei, það er ekki tekið út með sældinni að gerast Gaflari.            
Það var aldrei ætlunin að verða burtfluttur Skaftfellingur. Hann var búinn að prófa að vera í sollinum í borg Davíðs. Ekki líkaði mönnum vistin þar og því ákveðið að hverfa alfarið þaðan og alkominn í sveitina sína, sem var honum hans ær og kýr.
En allir menn skydu ná sér í konu og þar stóð hnífurinn í kúnni, því þó nóg væri af kvenkostinum í sveitinn var eins og það væri ekki skilningur á þeirri nauðsyn að standa saman. Sama var hve mikið menn lögðu á sig við að ganga í augun á þessum prímadonnum, aldrei var svo mikið sem litið í áttina að manni. En, ef aðkomumenn bar að garði, þá var öldin önnur. Það var eins og þá risu þær frá dauðum. Yfir gaddfreðin andlitin færðist bros og jafnvel svolítill roði. Þær stukku af stað og andlitsfarðarnir seldust upp á kaupfélaginu. Allt þótti fyndið sem þessir leppalúðar létu út úr sér, þó ekki kæmi orð af viti upp úr þeim, enda aldir upp á mölinn með öllu sem því fylgir.

Það kom hins vegar að því að mælirinn fylltist og var þá farið að líta í kringum sig. Kom þá hitt og þetta í ljós sem var haldið leyndu fyrir saklausum sveitapiltunum. Þeir voru nefnilega vanir að renna í hádeginu,uppá gamla hótel, í fínar steikur hjá Grétu og Vigdísi. Svo þegar sumraði, þá færðist reksturinn niður í skóla. Piltunum var sagt að það væri vegna svefnpokaplássins í kennslustofunum og þar mætti fá aukapening fyrir hótelið.
Þangað var þeim sagt að fara aldrei. Gréta og Vigdís hefðu svo mikið að gera þar að þeir myndu aðeins þvælast fyrir. En þangað ráfuðu þeir samt í þunglyndi sínu og kom þá í ljós að skólinn, sem var búið að breyta í hótel, var kjaftfullur af ótrúlega fallegum stelpum sem voru þar við störf. Slíka fegurð höfðu menn aldrei séð. Hver stúlkan var annari fegurri.
Gáfu menn það alveg upp á bátinn að eltast við afundnar,dyntóttar og húmorslausar heimastelpurnar.Menn snéru sér að þessari  fínu nýlendu og völdu sér kvonfang þar. Úr nógu var að moða og menn hurfu þaðan nokkuð brattir og sáttir við sitt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdi Kaldi

Já, það eiga margir Skaftfellskir piltar henni Grétu frænku minni mikið að þakka.

Valdi Kaldi, 20.8.2007 kl. 20:48

2 identicon

Þú varst nú búin að prófa þær margar heimastelpurnar,þú gleymdir að setja það inn,var ekki bara málið að þær voru ekki nógu góðar fyrir þig labbakútur ha ha.  Ótrúlega góðar minningar tengdar þessum hótelárum ha ha,finnst þér ekki,þú varst nú ekki lengi að snara eina dömuna og festa þér hana rækilega!!

Sigrún Inga (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 09:56

3 Smámynd: HP Foss

Sigrú Inga!!   Eitthvað er þig nú að misminna með heimastelpurnar en hótelstelpuna varð maður að snara strax og festa. Áður en hún næði að kynnast manni. 

HP Foss, 21.8.2007 kl. 10:39

4 Smámynd: Kristín Jónsdóttir

Ég held að það sé nú bara gott að menn og konur fari aðeins yfir lækinn til að sækja sér maka og að okkar mætu skaftfellsku gen breiðist eitthvað út fyrir sveitina. Þau myndu líklega fljótlega úrkynjast ef ekki kæmi nýtt blóð annað slagið. Það er hins vegar alveg makalaust fyrir hverju þessar aðfluttu dömur hafa húmor....

Kristín Jónsdóttir, 21.8.2007 kl. 17:51

5 Smámynd: Karl Tómasson

Afundnar,dyntóttar og húmorslausar heimastelpurnar.

Þetta eru ekki meðmæli Helgi minn með heimasætunum. Menn gera nú vart miklar kröfur sem koma úr svona samfélagi. Það þarf nú lítið til að heilla sveitamannsins drauma eftir slíkar hamfarir.

Svo er nú reyndar eitt sem mig grunar að eftir svona reynslu sé gott að eiga konu sem er búin að vinda ofan af sér, sé dyntótt og laus í húmornum og sannkölluð heima mær.

Ég held að þú hafir fengið allan pakkann.

Karl Tómasson, 21.8.2007 kl. 23:21

6 Smámynd: Rúnarsdóttir

Ég hef aldrei botnað í henni Ragnhildi.

Rúnarsdóttir, 22.8.2007 kl. 12:49

7 identicon

Ef eg man rétt reyndi Gréta nu frekar að letja stelpurnar til að flækjast með sveitasrákunum heldur en hitt.

palli (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband